Enski boltinn

Hjörvar segir að HM sé í hættu hjá Gylfa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær. Vonandi var það ekki hans síðasti leikur á tímabilinu.
Gylfi í leiknum í gær. Vonandi var það ekki hans síðasti leikur á tímabilinu. vísir/getty
Samkvæmt heimildum knattspyrnusérfræðings Stöðvar 2 Sports, Hjörvars Hafliðasonar, þá er Gylfi Þór Sigurðsson alvarlega meiddur og gæti misst af HM í sumar.

Gylfi var í liði Everton gegn Brighton um helgina og spilaði allan leikinn. Hann virðist engu að síður hafa meiðst alvarlega í leiknum.

Hjörvar sagði í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun að samkvæmt hans heimildum þá hefði Gylfi Þór meiðst mjög alvarlega á hné og að það myndi skýrast síðar í dag hversu alvarlega hann væri meiddur.

„Menn óttast að Gylfi sé farinn í sumarfrí. Það virðist hafa teygst eitthvað í hnénu og óttast að hann missi af HM. Hann verður alltaf frá í töluverðan tíma,“ sagði Hjörvar.

Það þarf ekki að fjölyrða mikið um hversu mikið högg það væri fyrir íslenska landsliðið ef Gylfi fer ekki á HM. Vonandi verða tíðindin sem koma frá herbúðum Everton í dag ekki eins slæm og óttast er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×