Sakar kjörinn fulltrúa um spillingu í starfi Sveinn Arnarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira