Fótbolti

Giggs tókst ekki að vinna fyrsta titilinn sinn með velska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edinson Cavani.
Edinson Cavani. Vísir/Getty
Úrúgvæ tryggði sér sigur í Kína-bikarnum í fótbolta eftir 1-0 sigur á Wales í úrslitaleik í Kína í dag.

Þetta var annar leikur velska liðsins undir stjórn Ryan Giggs en velska liðið vann 6-0 sigur á Kína í fyrsta leiknum undir hans stjórn.

Giggs átti því möguleika á því að vinna titil í leik númer tvö sem landsliðsþjálfari en ekkert varð þó að því.

Það var Paris Saint Germain leikmaðurinn Edinson Cavani sem skoraði eina mark leiksins á fjórðu mínútu seinni hálfleiks. Cavani skoraði þá af stuttu færi eftir slakan varnarleik hjá Wales.

Edinson Cavani var þarna að spila sinn hundraðasta landsleik og hélt upp á það með því að skora landsliðsmark númer 42.





Úrúgvæ skapaði sér fleiri færi í leiknum og átti meðal annars tvö stangarskot en lét sér nægja að skora bara eitt mark. Það dugði þó til að landa sigri og titli.

Barcelona framherjinn Luis Suarez var í byrjunarliði Úrúgvæ og átti bæði þessi stangarskot. Hann náði þó ekki að skora en í undanúrslitaleiknum skoraði hann sitt fimmtugasta landsliðsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×