Erlent

Talið að flestir hinna látnu séu börn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það tók 660 slökkviliðsmenn 17 klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins.
Það tók 660 slökkviliðsmenn 17 klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. vísir/epa
Að minnsta kosti 53 létust í eldsvoða í rússneskri verlunarmiðstöð sem brann í síberísku kolanámuborginni Kemerovo í gær. Talið er að flestir hinna látnu, eða alls 41, hafi verið börn og meira en tíu manns er saknað.

Eldsvoðinn kom upp í þeim hluta verslunarmiðstöðinni þar sem er meðal annars kvikmyndahús og keilusalur. Mörg barnanna sem talið er að hafi látist í eldsvoðanum voru stödd í kvikmyndahúsinu en talið er að þakið hafi hrunið í tveimur bíósölum.

Eldsupptök eru ókunn og eru nú til rannsóknar. Eldurinn breiddist afar hratt út og tók það rúmlega 660 slökkviliðsmenn um 17 klukkustundir að ráða niðurlögum hans.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×