Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. mars 2018 07:00 Bocciaheimurinn á Akureyri klofnaði vegna málsins. „Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar. Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Þetta kemur manni mjög ankannalega fyrir sjónir, að Guðrúnu sé birt ákæra umsvifalaust fyrir þessa hótun en meint brot þessa manns gegn þroskaskertri vinkonu dóttur hennar velkist um og bíður endalaust,“ segir Arnar Þór Stefánsson, verjandi Guðrúnar Karítasar Garðarsdóttur, sem ákærð hefur verið fyrir líflátshótun gegn bocciaþjálfara á Akureyri. Eins og Fréttablaðið skýrði frá á fimmtudag brást Guðrún illa við þegar dóttir hennar, sem er þroskaskert, fékk skilaboð frá manni sem grunur leikur á um að hafi brotið gegn þroskaskertri stúlku á Akureyri þegar hann var bocciaþjálfari hennar. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan um mitt ár 2015 og bíður nú ákvörðunar um ákæru. „Þetta er bara mjög taktlaust og svona á ekki að beita ákæruvaldi,“ segir Arnar og bætir við: „Það hefði verið strax skárra að ákæra í báðum málum á sama tíma líti menn svo á yfir höfuð að ástæða sé til ákæru á hendur henni.“ Aðspurður segir Arnar að maðurinn hefði með engum hætti getað talið sér standa ógn af Guðrúnu.Sjá einnig: Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara „Það getur hver maður séð að hún hefur enga burði til að standa við þessa hótun. Hún reyndar mótmælir því að seinni hótunin í ákæru hafi átt sér stað,“ segir Arnar. Í ákæru segir að Guðrún hafi sagt „jú, víst, ég get látið drepa þig“, en Guðrún segist ekki hafa sagt þessi orð þótt hún gangist við því að hafa haft í einhverjum hótunum um afleiðingar ef hann kæmi nálægt dóttur hennar. Arnar segir að til að réttlæta ákæru vegna líflátshótunar þurfi hótunin að vera til þess fallin að vekja raunverulegan ótta þess sem hún beinist að um líf, heilbrigði eða velferð sína „Það þarf þá að vera einhver raunverulegur ótti,“ segir Arnar og nefnir í dæmaskyni hótanir þekktra ofbeldismanna. „En það er engin alvöru ógn í móður þroskaskertrar stúlku sem kemur inn á vinnustað manns til að ausa úr skálum reiði sinnar. Það er engin ógn í því og sá sem fyrir verður getur ekki með réttu óttast um líf sitt,“ segir Arnar. Hann segist munu byggja varnir fyrir Guðrúnu á þessu og til vara á því að um neyðarvörn fyrir dóttur Guðrúnar hafi verið að ræða. „Hún lítur svo á að dóttir hennar sé í hættu gagnvart því að þessi maður fari á fjörurnar við hana og við þær aðstæður grípur hún til þess meðals. Hótunina má þá réttlæta af þessari hættu sem hún upplifir dóttur sína í,“ segir Arnar.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00