Heimir um Aron Einar: „Landsleikjadagur og þá fer hann að braggast“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. mars 2018 19:26 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, reiknar með að spila að minnsta kosti fyrri hálfleik gegn Mexíkó í vináttuleik í Bandaríkjunum á morgun. Aron hefur glímt við erfið meiðsli og gekkst meðal undir aðgerð í lok desember vegna meiðsla á ökla. „Eins og staðan er núna er ég að fara í fyrri hálfleik. Vonandi 50 til 60 mínútur en við munum spila þetta eftir eyranu,” sagði Aron Einar í samtali við Guðmund Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var einnig til viðtals í kvöldfréttunum og hann segir að þetta sé gömul saga og ný; Aron sé meiddur í aðdraganda landsleiks en verði klár þegar flautað verður til leiks. „Það er landsleikjadagur og þá fer hann að braggast og setur á sig bandið. Þá eru meiðslin horfin,” djókaði Heimir, landsliðsþjálfari, áður en hann útskýrði stöðuna betur. „Það hefur alltaf verið stefnt að því að hann spili fyrsta leik eftir landsleikjahlé hjá Cardiff og þjálfari Cardiff vill að hann spili eitthvað í þessum leik gegn Mexíkó. Við tökum því fagnandi.” Ísland spilaði gegn Mexíkó í vináttuleik í Las Vegas fyrir um ári síðan en það var ekki alþjóðlegur landsleikjadagur svo Ísland mætti ekki með sitt sterkasta lið. Heimir segir að mikil orka búi í leikmönnum Mexíkó. „Mjög kraftmikið lið sem spilar alltaf upp á sig, sama hvort það er æfingarleikir eða vináttuleikir. Við fengum góða æfingu í Vegas. Mikil hlaupageta og við búumst við því að við þurfum að finna okkur út úr hápressu og ætlum að undirbúa okkur þar fyrir HM í leiðinni.” Allt innslagið má sjá hér að ofan. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, reiknar með að spila að minnsta kosti fyrri hálfleik gegn Mexíkó í vináttuleik í Bandaríkjunum á morgun. Aron hefur glímt við erfið meiðsli og gekkst meðal undir aðgerð í lok desember vegna meiðsla á ökla. „Eins og staðan er núna er ég að fara í fyrri hálfleik. Vonandi 50 til 60 mínútur en við munum spila þetta eftir eyranu,” sagði Aron Einar í samtali við Guðmund Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, var einnig til viðtals í kvöldfréttunum og hann segir að þetta sé gömul saga og ný; Aron sé meiddur í aðdraganda landsleiks en verði klár þegar flautað verður til leiks. „Það er landsleikjadagur og þá fer hann að braggast og setur á sig bandið. Þá eru meiðslin horfin,” djókaði Heimir, landsliðsþjálfari, áður en hann útskýrði stöðuna betur. „Það hefur alltaf verið stefnt að því að hann spili fyrsta leik eftir landsleikjahlé hjá Cardiff og þjálfari Cardiff vill að hann spili eitthvað í þessum leik gegn Mexíkó. Við tökum því fagnandi.” Ísland spilaði gegn Mexíkó í vináttuleik í Las Vegas fyrir um ári síðan en það var ekki alþjóðlegur landsleikjadagur svo Ísland mætti ekki með sitt sterkasta lið. Heimir segir að mikil orka búi í leikmönnum Mexíkó. „Mjög kraftmikið lið sem spilar alltaf upp á sig, sama hvort það er æfingarleikir eða vináttuleikir. Við fengum góða æfingu í Vegas. Mikil hlaupageta og við búumst við því að við þurfum að finna okkur út úr hápressu og ætlum að undirbúa okkur þar fyrir HM í leiðinni.” Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira