Eric Cantona: Auðmýktin einkennir íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2018 19:45 Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Auðmýkt einkennir íslenska landsliðið í fótbolta og er lykill að árangri þess segir goðsögnin Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Fjórfaldi Englandsmeistarinn var hér á landi í síðustu viku að taka upp efni fyrir heimildamynd sína sem ber heitið The Kings Road. Hún fjallar um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland. Cantona fór aðrar leiðir og talaði ekki bara við fótboltamenn og þjálfara heldur hitti hann einnig Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Jón Gnarr, grínista, og Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins. „Það er margt sem ég hef lært. Ég hef hitt fólk sem kemur frá öðrum heimi. Þetta var frábært. Við lærðum margt, meira en við bjuggumst við,“ segir Cantona í einkaviðtali við íþróttadeild. Markmið Cantona var að reyna að komast í skilning um hvernig í veröldinni 340.000 manna þjóð, sú minnsta í sögu HM, væri svona öflug og á leið á stærsta fótboltamót heims. Það er allavega eitt sem hann segir einkenna strákana okkar og íslensku þjóðina. „Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn. Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er. Það veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann en virðist sig líka fyrst og fremst,“ segir Cantona Franska goðsögnin var mjög hrifinn af fótboltahöllunum sem Íslendingar hafa byggt og segir þær lykilatriði í að halda áfram uppbyggingunni. „Það er verið að vinna í næstu kynslóð líka. Það er búið að fjárfesta miklu í fótboltahallir þannig að fleiri ungir leikmenn eru að koma upp. Hér eru margir góðir þjálfarar sem vinna í komandi kynslóðum. Ísland er með frábært lið í dag en það er líka verið að passa upp á næstu kynslóð,“ segir hann. Cantona naut dvalarinnar á Íslandi og segir ekki sjá fyrir endann á velgengni strákanna okkar. Íslendingar hugsa vel um ungu fótboltakrakkana og það skiptir öllu máli. „Þið eruð með frábært landslið. Það sem hefur verið áhugavert er að reyna að komast að því hvernig ykkur tókst þetta. Ég tel Ísland líka vera að undirbúa allt fyrir komandi kynslóðir. Það sem skiptir öllu máli er að vera við öllu búinn. Ísland tel ég vera tilbúið fyrir komandi ár,“ segir Eric Cantona.Hér fyrir neðan má sjá upptöku með öllu viðtalinu við Cantona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira