Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 23:30 Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í Salisbury. vísir/getty Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian. Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. Hann sagði að rannsóknin myndi hins vegar að öllum líkindum taka langan tíma og yrði örugglega ekki lokið fyrir sumarið. Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala en eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem rakið er til rússneskra stjórnvalda. Rússnesk yfirvöld hafa staðfastlega neitað því að hafa haft nokkuð með eitrunina að gera en engu að síður hafa bresk stjórnvöld gripið til þess að vísa rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil og koma 250 lögreglumenn að henni en þeir eru sérhæfðir í rannsóknum á hryðjuverkum. Í dag setti lögreglan svo upp járngrindverk við barinn Mill í Salisbury en Skripal-feðginin komu við á barnum áður en þau veiktust af taugaeitrinu. Barinn er því hluti af vettvangi glæpsins en agnir af taugaeitrinu fundust á barnum sem og á veitingastaðnum Zizzi þar sem feðginin eyddu eftirmiðdeginum áður en þau veiktust. Basu segir að megináhersla rannsóknarinnar sé á að finna út úr því hvernig farið var með eitrið. Lögreglumenn hafa tekið skýrslur af um 400 vitnum vegna málsins og eru að skoða meira en 750 sönnunargögn og fjögur þúsund klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum. Byggt á fréttum BBC og Guardian.
Tengdar fréttir Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Efast ekki um ásakanirnar í garð Rússa Atlantshafsbandalagið styður þétt við bakið á Bretum í Skrípal-deilunni. Jeremy Corbyn efast enn og nýtur ekki stuðnings tuga þingmanna flokks síns. Rússar hafa ekki áhyggjur af alþjóðlegum stuðningi við Breta. 17. mars 2018 07:15
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46