Það er oft mjög athyglisvert að skoða hvernig leikmenn bregðast við að fá slæmar fréttir.
Það eru innan við 90 dagar eru í að heimsmeistaramótið í fótbolta hefst í Rússlandi. Ljóst er að mjög erfitt verður fyrir leikmann utan þessa 29 manna hóps sem fór til Bandaríkjanna að koma í 23 manna hóp Íslands á þessu sögulega heimsmeistaramóti.
Rúnar Már Sigurjónsson sýndi það hinsvegar hvernig maður svarar því þegar maður er ekki valinn í íslenska landsliðið.
Rúnar Már fékk að vita fyrir helgi að hann væri út í kuldanum hjá Heimi en íslenski miðjumaðurinn frá Sauðárkróki var mættur á skotskónum í leik með St. Gallen á móti hans gömlu félögum í Grasshoppers.
Rúnar Már skoraði þetta frábæra mark sem sjá má hér fyrir neðan. Hann átti einnig stoðsendingu í 2-1 sigri St. Gallen á fyrrverandi félögum Rúnars Más í Grasshoppers.
Runar #Sigurjonsson zieht einfach mal ab und schiesst uns mit 1:0 in Führung Ein herrlicher Treffer!! Hier im Video: pic.twitter.com/hfDhLTxfPe
— FC St.Gallen 1879 (@FCSG_1879) March 17, 2018
Með þessari frammistöðu er Rúnar Már að minna á sig á réttum forsendum eða með góðri frammistöðu inn á vellinum. Mark og stoðsending hans sáu til þess að St. Gallen er búið að vinna fimm leiki í röð og er í 3. sæti svissnesku deildarinnar.