Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:56 Sylvi Listhaug skaut harkalega á Jonas Gahr Støre, leiðtoga Verkamannaflokksins, á fundinum. Vísir/EPA Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan. Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. Á fundinum sagði hún jafnframt að síðastliðna viku hafi hún upplifað „mikla illsku í Noregi.“ Hún vonar að afsögn hennar verði þó ekki til þess að núverandi samsteypustjórn Framfaraflokks hennar, Venstre og Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, falli. Um er að ræða minnihlutastjórn sem Kristilegi demókrataflokkurinn hefur varið fyrir falli. Sá flokkur fundaði um málið í gær og varð niðurstaðan sú að krefjast afsagnar Listhaug, ella myndi flokkurinn samþykkja vantraust sem Verkmannaflokkurinn lagði fram. Það hefði orðið til þess að fella ríkisstjórnina. Listhaug sagði á fundinum í morgun að hennar helsta markmið sé nú að koma í veg fyrir það að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði forsætisráðherra Noregs en hún telur hann vanhæfan með öllu.Listhaug hefur mátt sæta töluverðri gagnrýni síðustu daga vegna færslu á Facebook-síðu hennar. Þar sakaði hún Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Flokksmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb versta fjöldamorðs í sögu Noregs árið 2011, þegar Anders Behring Breivik gekk berserksgang í Útey og í Osló, og var því mörgum ofboðið vegna færslu Listhaug. Sjá einnig: Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Tilefni færslu Listhaug á Facebook var að þingmenn Verkamannaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi hennar sem hefði veitt stjórnvöldum rétt á að svipta grunaða hryðjuverkamenn norskum ríkisborgararétti án þess að hægt væri að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Vildu þingmenn Verkamannaflokksins að hægt yrði að áfrýja til dómstóla. Á fundinum þar sem hún tilkynnti um afsögn sína sagðist hún vera fórnarlamb nornaveiða og að gagnrýnendur hennar séu andstæðingar tjáningarfrelsins. „Þetta hefur verið súrrealísk vika þar sem Facebook-færslu tókst að breyta norskum stjórnmálum í leikskóla. Þetta hafa verið fullkomnar nornaveiðar, til þess eins fallnar að hefta tjáningarfrelsið,“ sagði Listhaug í morgun. Hún sagði að leiðtogar ríkisstjórnarflokkana hafi stutt sig heilshugar á öllum stigum málsins. Það sé því hennar ákvörðun að hætta sem dómsmálaráðherra. Stjórnmálaskýrendur í Noregi segja að hún megi ekki búast við öðru ráðherraembætti í þessari ríkisstjórn. Upptöku VG af fundinum má nálgast með því að smella hér og færslu Sylvi Listhaug má sjá hér að neðan.
Norðurlönd Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Meirihluti norska þingsins styður vantraust á dómsmálaráðherrann Allar líkur eru á því að norska þingið lýsi yfir vantrausti á dómsmálaráðherrann Sylvi Listhaug á morgun en tillaga þess efnis er á dagskrá þingsins. 19. mars 2018 22:38