Fjármálaáætlun lögð fram seinna en áætlað var vegna páska Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/ernir Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Á fundi Steingríms J. Sigfússonar þingforseta með þingflokksformönnum í gær var þeim tilkynnt að forseta hefði borist tilkynning frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að hann myndi leggja fjármálaáætlun fyrir þingið þann 5. apríl næstkomandi. Í lögum um opinber fjármál er hins vegar sagt að slíka áætlun skuli leggja fram eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Ein af ástæðum fyrirhugaðrar seinkunar er að 1. apríl þetta árið er páskadagur. Stjórnarandstöðuþingmenn voru margir hverjir ósáttir og töluðu jafnvel um lögbrot. „Það skal […] ekki koma neinum á óvart að páska hafi borið upp á þessum tíma á þessu ári,“ sagði Pawel Bartozsek, varaþingmaður Viðreisnar. Samkvæmt starfsáætlun þingsins stóð til að fyrri umræða um fjármálaætlun myndi hefjast á morgun. Vonast var til að henni yrði lokið fyrir páskafrí þingsins til að unnt væri að senda hana í umsagnarferli við það tímamark. „Síðasta ríkisstjórn, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, hafði að minnsta kosti mánuði skemmri tíma til þess að koma fram með fjármálaáætlun, hún var að vísu vond, en hún kom á réttum tíma,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Þeirri áætlun var skilað til þingsins 31. mars en árið 2016 seinkaði henni til 8. apríl. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, kom fjármálaráðherra til varnar. „Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að þessir þrír dagar sem þetta frestast skilja ekki milli feigs og ófeigs hvað mig varðar,“ sagði Kolbeinn, en hann var eini stjórnarliðinn sem tók til máls um málið.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira