Innlent

Páskaungar að klekjast út

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fjölmennt var í Öskjuhlíðinni í dag þar sem leitað var páskaunga sem hægt var að skipta út fyrir súkkulaðiegg. Páskaungarnir voru víðar þar sem fyrstu landnámshænuungar ársins litu dagsins ljós um helgina í Húsdýragarðinum. Stöð 2 leit á þá líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.



Um er að ræða landnámshænuunga og voru eggin týnd fyrir um þremur vikum. Öll eru þau undan hænum garðsins og eina hananum sem ræður þar ríkjum. Ungarnir hafa verið að klekjast út á síðustu dögum og í dag voru nokkrir til viðbótar að gera sig líklega í útungunarvélinni í hænsahúsinu í Húsdýragarðinum. Guðrún Pálína Jónsdóttir, dýrahirðir, segir að vöntun hafi verið á nýjum hænum í garðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×