Trump sagður vilja draga Bandaríkin út úr Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2018 17:15 Öllum að óvörum talaði Trump um að draga herlið frá Sýrlandi á fundi með stuðningsmönnum á fimmtudag. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt ráðgjöfum sínum að hann vilji draga bandaríska hermenn út úr Sýrlandi fyrr en áætlað var. Sú afstaða forsetans er sögð í andstöðu við mat stjórnenda Bandaríkjahers enda sé baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams hvergi nærri lokið. Verulegur árangur hefur náðst í herferð Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra gegn Ríki íslams. Bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að samtökin hafi misst um 98% af yfirráðasvæði sínu í Írak og Sýrlandi. Þrátt fyrir það óttast bandarískir herforingjar að vígamennirnir geti snúið vörn hratt í sókn ef stöðugleika verður ekki komið á fljótt á frelsuðum svæðum. Trump hefur hins vegar ekki gefið mikið fyrir þær áhyggjur. Þannig frysti hann 200 milljón dollara framlag til uppbyggingar í Sýrlandi sem var ætlað að koma stöðugleika á eftir að hann las um það í fréttum. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um framlagið í febrúar.Reuters-fréttastofan segir að þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna ætli að funda snemam í næstu viku um herferðina gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í Ohio á fimmtudag lýsti Trump því óvænt yfir að Bandaríkjamenn myndu brátt láta aðrar þjóðir um að axla ábyrgð á ástandi mála í Sýrlandi og hafa sig þaðan á brott. „Við munum fara út úr Sýrlandi, þú veist, mjög fljótt. Látum aðra um að sjá um þetta núna. Mjög fljótt, mjög fljótt, förum við út,“ sagði forseti Bandaríkjanna. Á sama tíma hafa frönsk stjórnvöld í hyggju að fjölga í herliði sínu í Sýrlandi til að styðja við baráttuna gegn Ríki íslams sem Bandaríkin hafa leitt fram að þessu og hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15 Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01 Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Friðarviðræðum í Austur-Ghouta miðar vel áfram Friðarviðræðum á milli uppreisnarmanna og Rússa, helstu bandamanna stjórnarhers Bashars al-Assad, forseta Sýrlands, í Austur-Ghouta miðar vel áfram. 31. mars 2018 09:15
Tyrkir hafna boði Frakklandsforseta Ibrahim Kalin, talsmaður tyrkneska forsetaembættisins, hafnaði boði Macron um milligöngu og sagði Tyrki hafna öllum tillögum um viðræðum við hryðjuverkasamtök. 30. mars 2018 10:01
Tyrkir vara Frakka við hernaðarinngripi í Sýrlandi Mikil spenna ríkir á milli Frakka og Tyrkja. 31. mars 2018 16:35