West Ham svaraði gagnrýnisröddum með flugeldasýningu 31. mars 2018 15:56 Leikmenn West Ham fagna í dag. vísir/afp West Ham fjarlægðist falldrauginn eftir 3-0 sigur á Southampton á heimavelli í dag en mikil neikvæðni hefur verið í kringum félagið undanfarnar daga og vikur. Mikið hefur verið deilt um eigendur félagsins og síðustu helgi fyrir landsleikjahlé hlupu meðal annars fjölmargir stuðningsmenn inn á völlinn og gerðu uppreisn. Leikmenn liðsins buðu upp á flugeldasýningu í dag. Joao Mario kom West Ham yfir á þrettándu mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marko Arnautovic forystu West Ham. Arnautovic bætti svo við einu marki fyrir leikhlé og 3-0 var staðan í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og 3-0 lokatölur en West Ham er komið upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Southampton er í átjánda sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti. Leicester skaust upp fyrir Everton í áttunda sæti deildarinnar með 1-0 útisigri á Brighton. Glenn Murray gat komið Brighton yfir á 77. mínútu en Kasper Schmeichel varði. Sex mínútum síðar skoraði Vincene Iborra sigurmarkið. Leicester er eins og áður segir í áttunda sæti deildarinnar en Brighton er í þrettánda sætinu. Níu stigum munar á liðunum. Jermain Defoe bjargaði stigi í uppbótartíma fyrir Bournemouth gegn Watford á útivelli 2-2. Kiko kom Watford yfir en Joshua King jafnaði af vítapunktinum skömmu fyrir hlé. Roberto Pereyra kom svo Watford aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks og allt benti til þess að Watford myndi fara af Vicarage Road með þrjú stig en Defoe var ekki á sama máli og jafnaði. Watford er í ellefta sæti deildarinnar með 37 stig, jafn mörg stig og Bournemouth sem er sæti ofar með betri markahlutfall. Ayoze Perez tryggði Newcastle 1-0 sigur á Huddersfield tíu mínútum fyrir leikslok. Newcastle er komið í tólfta sætið eftir sigurinn en Huddersfield er í sextánda sætinu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.Leikir dagsins: West Ham - Southampton 3-0 Watford - Bournemouth 2-2 Newcastle - Huddersfield 1-0 Brighton - Leicester 0-1 Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
West Ham fjarlægðist falldrauginn eftir 3-0 sigur á Southampton á heimavelli í dag en mikil neikvæðni hefur verið í kringum félagið undanfarnar daga og vikur. Mikið hefur verið deilt um eigendur félagsins og síðustu helgi fyrir landsleikjahlé hlupu meðal annars fjölmargir stuðningsmenn inn á völlinn og gerðu uppreisn. Leikmenn liðsins buðu upp á flugeldasýningu í dag. Joao Mario kom West Ham yfir á þrettándu mínútu og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Marko Arnautovic forystu West Ham. Arnautovic bætti svo við einu marki fyrir leikhlé og 3-0 var staðan í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og 3-0 lokatölur en West Ham er komið upp í fjórtánda sæti deildarinnar. Southampton er í átjánda sætinu, tveimur stigum frá öruggu sæti. Leicester skaust upp fyrir Everton í áttunda sæti deildarinnar með 1-0 útisigri á Brighton. Glenn Murray gat komið Brighton yfir á 77. mínútu en Kasper Schmeichel varði. Sex mínútum síðar skoraði Vincene Iborra sigurmarkið. Leicester er eins og áður segir í áttunda sæti deildarinnar en Brighton er í þrettánda sætinu. Níu stigum munar á liðunum. Jermain Defoe bjargaði stigi í uppbótartíma fyrir Bournemouth gegn Watford á útivelli 2-2. Kiko kom Watford yfir en Joshua King jafnaði af vítapunktinum skömmu fyrir hlé. Roberto Pereyra kom svo Watford aftur yfir í upphafi síðari hálfleiks og allt benti til þess að Watford myndi fara af Vicarage Road með þrjú stig en Defoe var ekki á sama máli og jafnaði. Watford er í ellefta sæti deildarinnar með 37 stig, jafn mörg stig og Bournemouth sem er sæti ofar með betri markahlutfall. Ayoze Perez tryggði Newcastle 1-0 sigur á Huddersfield tíu mínútum fyrir leikslok. Newcastle er komið í tólfta sætið eftir sigurinn en Huddersfield er í sextánda sætinu, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.Leikir dagsins: West Ham - Southampton 3-0 Watford - Bournemouth 2-2 Newcastle - Huddersfield 1-0 Brighton - Leicester 0-1
Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira