Innlent

Bílvelta í Breiðholti

Sylvía Hall skrifar
Fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en einn var fluttur á slysadeild.
Fjórir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en einn var fluttur á slysadeild. Vísir/Pjetur
Tilkynnt var um bílveltu í Breiðholti upp úr klukkan 13 í dag. Slysið varð við gatnamót Höfðabakka og Fálkabakka á leið upp í Efra-Breiðholt.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl eftir slysið en fjórir farþegar voru í bílnum þegar slysið varð.

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang auk fjögurra sjúkrabíla, en svo virðist sem að aðrir farþegar hafi sloppið með lítils háttar áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×