Segir starfsemi og regluverk helst minna á villta vestrið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2018 14:30 Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Vísir/Getty Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Formaður Nálastungufélags Íslands segir starfsemi og regluverk um nálastungumeðferðir hér á landi helst minna á villta vestrið. Félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsheitisins í áraraðir en ekkert opinbert eftirlit er með starfseminni hér á landi. Mál þungaðrar konu sem lenti í lífshættu eftir nálastungumeðferð er litið alvarlegum augum hjá embætti Landlæknis. Konan leitaði til bráðamóttöku í kjölfar áverka eftir nálastungur líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum og hefur Landspítalinn tilkynnt um atvikið til lögreglu.Hafa barist fyrir löggildingu í 20 ár Í tilkynningu sem Nálastungufélag Íslands sendi frá sér í gær kemur fram að í raun geti hvaða aðilar sem er stundað þessa iðju, án þess að hafa hlotið til þess viðunandi sérfræðimenntun. Þórunn Birna Guðmundsdóttir er formaður Nálastungufélags Íslands. „Við erum búin að vera að berjast fyrir þessu í 17-18 ár, hátt í 20 ár að fá löggildingu fyrir okkar stétt, umsóknin liggur og bíður afgreiðslu alveg frá 2006 eða fyrr og við höfum farið aftur og aftur til heilbrigðisráðherra, á sínum tíma, og aldrei hefur neitt verið gert,“ segir Þórunn Birna. Helgarnámskeið alls ekki nóg Félagið mælir með því að fólk leiti eingöngu til faglærðra sérfræðinga sem hlotið hafa viðunandi menntun í nálastungum. „Ég er búin að ljúka sex ára námi með doktorsgráðu og ég veit að helgarnámskeið eða nokkra mánaða námskeið er bara alls ekki nóg. Og það ættu allir bara að skilja og líka heilbrigðisráðherra. Landlæknir og heilbrigðisstarfsmenn.“ Hún tekur fram að félagið hafi ekki vitneskju um hjá hvaða aðila þungaða konan fór í nálastungu, en viðkomandi sé þó ekki aðili að félaginu. „Ég hef alltaf lýst þessu sem bara villta vestrinu, við hérna á Íslandi í austrænum lækningum, austurlenskri læknisfræði, sem er ekki bara nálastungur, hér er bara villta vestrið þegar kemur að þessu. Auðvitað hræðir þetta fólk og hefur alltaf gert, þetta er ekkert nýtt af nálinni í heiminum að eitthvað svona geti komið upp,“ segir Þórunn Birna Guðmundsdóttir, formaður Nálastungufélags Íslands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Þunguð kona í lífshættu eftir nálastungur Þunguð kona var á dögunum í bráðri lífshættu eftir að hafa farið í nálastungumeðferð í því skyni að bæta meðgönguógleði. 28. mars 2018 14:52