Loftárás á sýrlenskan herflugvöll í morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2018 05:26 Reykur rís úr Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um helgina. Vísir/Getty Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Sýrlenski stjórnarherinn segir að einn flugvalla sinna hafi orðið fyrir loftárás í morgun. Einhverjir eru sagðir hafa látist en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir á þessari stundu, ekki frekar en hver stendur á bakvið árásina. Alþjóðasamfélagið fordæmdi það sem er sögð hafa verið efnavopnaárás í borginni Douma í Sýrlandi um helgina. Bandaríkjaforseti sagði til að mynda að stjórn Bashar Al-Assads, Sýrlandsforseta, myndi fá að kenna á því og lýsti árásinni sem ógeðfelldri. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa þó neitað aðkomu að málinu og efast um að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Sjónarvottar lýsa því þó hvernig tunnum, fullum af saríngasi, var varpað úr þyrlum stjórnarhersins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna árásarinnar.Sjá einnig: Assad-liðar sakaðir um aðra efnavopnaárásTalið er að loftárás dagsins kunni að vera viðbrögð við efnavopnaárás helgarinnar og hafa spjótin beinst að Bandaríkjamönnum - enda forseti þeirra tekið djúpt í árinni. Fréttamaður ríkissjónvarps Sýrlands sagði til að mynda skömmu eftir árásina að hún væri „að öllum líkindum bandarísk.“ Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins neitar því þó í samtali við The Guardian. „Á þessari stundu er varnarmálaráðuneytið ekki að framkvæma loftárásir í Sýrlandi. Þrátt fyrir það fylgjumst við náið með gangi mála og styðjum þær alþjóðlegu þreifingar sem lúta að því að draga þá sem bera ábyrgð á efnavopnaárásum, í Sýrlandi og annars staðar, til ábyrgðar,“ er haft eftir talsmanninum. Það eru þó ekki bara Bandaríkjamenn sem hafa fordæmt árásina um helgina harkalega. Þannig sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að árásin hafi verið „kornið sem hafi fyllt mælinn“ í augum franskra stjórnvalda. Þau myndu ekki hika við að ráðast á Sýrland ef í ljós kæmi að Assad-liðar stæðu að baki árásinni. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa rætt saman í síma um málið og eru þeir sagðir hafa samþykkt að „deila upplýsingum um eðli árásanna og skipuleggja kröftugt, sameiginlegt andsvar,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu Hvíta hússins. Rétt rúmlega ár er frá því að Bandaríkin skutu 59 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. Það var gert eftir efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhoun þar sem rúmlega 80 manns létu lífið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna komust að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Assad bæri ábyrgð á árásinn
Tengdar fréttir Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Trump segir að efnavopnaárásin muni hafa alvarlegar afleiðingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt efnavopnaárás sem sögð er hafa verið gerð á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 18:22
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar tvisvar á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur til með að funda tvisvar á morgun vegna efnavopnaárásar sem gerð var á bæinn Douma. 8. apríl 2018 21:15