Ætlum að vera í bílstjórasætinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2018 10:30 Stelpurnar verða að vinna í dag. vísir/eyþór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóveníu ytra klukkan 15.00 í dag í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Frakklandi. Er þetta fyrri leikur liðsins af tveimur í þessu landsleikjahléi. Verður þetta í 5. sinn sem þessi lið mætast í A-landsleik en Slóvenar hafa aðeins unnið einn þeirra, fyrir ellefu árum. Í undankeppninni fyrir EM 2017 mættust liðin tvívegis og vann Ísland 6-0 sigur á vellinum sem leikurinn fer fram á. Eiga Stelpurnar okkar því góðar minningar þaðan.Hungur í hópnum Freyr Alexandersson, þjálfari landsliðsins, fann fyrir mikilli spennu hjá hópnum að hefja leik, ekki aðeins hjá þeim sem leika á Íslandi, en hópurinn hefur beðið í eftirvæntingu allt frá síðasta keppnisleik í lok október. „Undirbúningurinn hefur gengið vel, það eru allar klárar og ég finn fyrir miklu hungri að byrja aftur í þessari undankeppni. Við vildum helst spila næsta leik strax síðasta haust. Það er mikil eftirvænting að þetta sé að fara aftur af stað eftir fimm mánaða hlé.“ Freyr sagði að upplegg Slóvena hefði ekki breyst á þessum þremur árum síðan liðin mættust á sama velli. „Það eru ekki margar breytingar, þær eru með sterkt varnarlið sem spilar góða pressu og við vitum hvað þarf til. Markvarslan er ennþá vandamál hjá þeim og við ætlum okkur að nýta okkur það. Þær eru sterkar í skyndisóknum og föstum leikatriðum en við vitum af því og ætlum að reyna að loka á það,“ sagði Freyr og bætti við: „Síðast náðum við að brjóta þær niður með tveimur mörkum strax í upphafi, þá þurftu þær að færa sig framar og við gátum nýtt okkur veikleikana í varnarlínu þeirra.“Fögnum því að fá Hörpu aftur Freyr tók því fagnandi að fá Hörpu Þorsteinsdóttur aftur inn í hópinn en hún hefur skorað átján mörk fyrir íslenska landsliðið, þar af tvö í 6-0 sigrinum á Slóveníu árið 2015. „Það yrði mikill kostur að skora snemma í leiknum en við gerum það sem þarf til að fá stigin þrjú. Það er frábært að fá Hörpu aftur inn í liðið, við fögnum því að sjá hana. Við áttum ekki í vandræðum með að skora í lokaleikjum undankeppni Evrópumótsins en meiðsli og fjarvera lykilmanna gerðu okkur erfitt fyrir að skora í æfingarleikjum undanfarið.“ Freyr sagði hópinn vera ákveðinn í að taka fullt hús stiga í næstu þremur leikjum og hafa örlögin í eigin höndum í lokalandsleikjahléinu gegn Tékklandi og Þýskalandi. „Við ætlum okkur að komast í bílstjórasætið í riðlinum og spila úrslitaleiki næsta haust. Við gerum þá kröfu til okkar að ná í þrjú stig í dag. Ef við klárum okkar leiki verðum við í bílstjórasætinu í haust,“ sagði Freyr.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“