Sótmengunin hér er eins og í Rotterdam Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2018 04:45 Sótmengun af völdum umferðar í Reykjavík jafnast á við það sem gerist í stórborgum erlendis svo sem Rotterdam og Helsinki. Borgarbúar fastir í umferðarhnút berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur Vísir/GVA Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sótmengun í og við stofnbrautir í Reykjavík mælist jafn mikil og í borgum á við Rotterdam og Helsinki. Sót er einn eitraðasti hluti svifryksins í borginni og því mikilvægt að stemma stigu við svifrykinu. Einstaklingar í bílum sínum eru berskjaldaðri fyrir sótmengun en gangandi vegfarendur. Þetta sýna fyrstu vísbendingar rannsóknar Bergljótar Hjartardóttur en hún vinnur að meistararitgerð í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Bergljót, ásamt fjölda annarra, heldur fyrilestur um rannsókn sína á Hilton Nordica í dag í tilefni dags verkfræðinga. „Fyrstu vísbendingar eru þær að mælingar mínar á sótmengun við þessa stofnbraut hér á landi jafnist á við þær mælingar sem gerðar hafa verið á stofnbrautum í Rotterdam og Helsinki,“ segir hún. Mælingar Bergljótar gefa tilefni til að ætla að vegfarendur í morgun- og síðdegisumferð fái alveg jafn mikið, ef ekki meira, af sótmengun en þeir sem gangandi eru. „Ég virðist vera að fá hærri gildi þegar ég ek í morgunog síðdegisumferð en þegar ég geng. En rannsóknin er auðvitað háð takmörkunum og það þarf að gaumgæfa þessar vísbendingar betur.“ Íbúar Rotterdam voru um 650 þúsund um síðustu áramót. Í Helsinki bjuggu um 1,4 milljónir manna en inni í þeim tölum eru einnig úthverfi Helsinki og nærliggjandi bæir. Sótmengunargildi Reykjavíkursvæðisins, með sína 200 þúsund íbúa, er því nokkuð hátt. Sót verður til við bruna eldsneytis og meira sót kemur af bruna dísilolíu en bensíns. Sót er einn eitraðasti og fíngerðasti hluti svifryksins í borginni, það getur sest djúpt í lungnavefinn og er afar hættulegt heilsu manna, sér í lagi þeirra sem hafa undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Bergljót mælir sót í svifryki með tvennum hætti. Hún bæði gengur og ekur Miklubraut frá Lönguhlíð og upp í Skeifu og mælir magn sóts í andrúmsloftinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Brot á loftgæðareglugerð hefur engar beinar afleiðingar Þeim dögum sem svifryk mátti vera yfir heilsuverndarmörkum hér á landi var fjölgað úr sjö sinnum á ári í þrjátíu og fimm sinnum á ári með reglugerðarbreytingu sem tók gildi í nóvember 2016. Ef dagafjöldi svifryks fer yfir hámarkið hefur það í raun engar afleiðingar. 15. mars 2018 19:45