Bónusgreiðslur hjá Landsbankanum brutu gegn lögum um fjármálafyrirtæki Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. apríl 2018 13:56 Vísir/Eyþór Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta. Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að kaupaukagreiðslur sem tíðkuðust í Landsbankanum á árunum 2014-2016 hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki þar sem engu kaupaukakerfi hafi verið til að dreifa hjá bankanum. FME mun hins vegar ekki beita viðurlögum þar sem bankinn hefur þegar brugðist við athugasemdum eftirlitsins að mati þess. Upphaf málsins var tilkynning frá Landsbankanum um að til skoðunar væri hjá bankanum hvort aukagreiðslurnar samræmdust reglum um kaupaukakerfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) leiddi í ljós að á árunum 2014 til 2016 greiddi Landsbankinn hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum. Greiðslurnar féllu til á öllum sviðum bankans og vísaði bankinn til þess að þær væru tilkomnar vegna tímabundins álags í starfi, en hvorki var vísað til umræddra greiðslna í ráðningarsamningum né voru gerðir sérstakir skriflegir viðaukar við ráðningarsamningana vegna þeirra. Alls námu greiðslurnar 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili og voru þær greiddar til 76 starfsmanna. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar bankans fengu slíkar aukagreiðslur. Fram kemur í tilkynningu frá FME að það hafi verið niðurstaða eftirlitsins að umræddar greiðslur hafi brotið gegn 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki og áðurnefndum reglum um kaupaukakerfi. Það var niðurstaða stofnunarinnar að Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á að tiltreknar aukagreiðslur gætu talist til fastra starfskjara, þar sem endanleg fjárhæð eða umfang lá ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrirfram. Þær hafi því falið í sér kaupauka í skilningi laganna. Brotið hafi falist í því að greiða hluta af starfsmönnum sínum aukagreiðslur sem komu til viðbótar föstum launum þeirra án þess að það hafi verið gert á grundvelli kaupaukakerfis. FME taldi hins vegar ekki ástæðu til að sekta bankann eða beita öðrum viðurlögum vegna málsins. Það var niðurstaða FME að Landsbankinn hefði gert líklegt að aukagreiðslurnar hefðu verið inntar af hendi vegna tímabundins álags í starfi. Þá voru greiðslurnar óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði bankans á þeim árum sem voru til skoðunar. Ennfremur sýndi bankinn samstarfsvilja og hafði, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi við greiðslu álagsgreiðslna og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda að því. Með hliðsjón af þessu var það niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum en auk þess taldi stofnunin að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira