Pep: Átti ekki von á þessu frá virtu félagi eins og Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. apríl 2018 09:30 Öryggisverðir áttu fótum sínum fjör að launa er flöskunum byrjaði að rigna yfir rútuna. vísir/afp Leikmenn Man. City fengu ansi kaldar kveðjur er þeir mættu á Anfield í gær enda var ráðist á rútu liðsins og hún skemmd svo mikið að ekki var hægt að keyra hana til baka. Enginn frá Man. City meiddist í látunum en tveir lögreglumenn særðust við að reyna að halda aftur af ólátabelgjunum. Liverpool hefur beðist afsökunar á þessu atviki sem félagið segir vera algera óásættanlegt. Rútur liðanna fóru ekki sína hefðbundnu leið á völlinn þar sem vegaframkvæmdir voru í gangi. Eitthvað hefur síðan farið úrskeiðis er skipulagt var hvaða leið átti að fara. Er rútan kom fyrir utan völlinn beið þar fjöldi manna sem kastaði flöskum, dósum og blysum í rútuna. „Venjulega þegar lögreglan veit hvað er að fara að gerast þá reynir hún að koma í veg fyrir svona uppákomur. Við skulum ekki gleyma því hvað kom fyrir í Dortmund á síðasta ári. Við komum hingað til þess að spila fótbolta og ég skil ekki af hverju var ráðist á rútuna,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man. City, eðlilega hundfúll. „Rútan er ónýt og ég átti ekki von á þessu frá virtu félagi eins og Liverpool. Þetta er ekki Liverpool. Þetta er fólkið og kannski bara 2-3 og vonandi gerist svona aldrei aftur.“ Leikmenn City neituðu að nota þessa árás sem afsökun fyrir 3-0 tapinu. Þeir sögðu þetta ekki hafa haft nein áhrif á sig.Þetta voru mikil læti.vísir/getty Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem fóru með City og sjálfsmörk Rómverja Liverpool vann 3-0 sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mörkin þrjú komu öll á fyrsta hálftíma leiksins. 4. apríl 2018 22:00 Stuðningsmenn Liverpool eyðilögðu rútu City Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biðst afsökunar á skemmdarverkum á liðsrútu Manchester City fyrir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 18:43 Klopp: Áttum að spila meiri fótbolta í seinni hálfleik Jurgen Klopp vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingunum eftir sigur sinna manna í Liverpool á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 22:30 76 prósent líkur á að undanúrslitin séu ráðin Fyrri leikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöld og má segja að það sé orðið nokkuð ljóst hvaða lið fara í undanúrslitin. 5. apríl 2018 07:00 Pep: Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist enn hafa trú á því að lið hans gæti farið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 tap fyrir Liverpool á Anfield í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. 4. apríl 2018 21:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Leikmenn Man. City fengu ansi kaldar kveðjur er þeir mættu á Anfield í gær enda var ráðist á rútu liðsins og hún skemmd svo mikið að ekki var hægt að keyra hana til baka. Enginn frá Man. City meiddist í látunum en tveir lögreglumenn særðust við að reyna að halda aftur af ólátabelgjunum. Liverpool hefur beðist afsökunar á þessu atviki sem félagið segir vera algera óásættanlegt. Rútur liðanna fóru ekki sína hefðbundnu leið á völlinn þar sem vegaframkvæmdir voru í gangi. Eitthvað hefur síðan farið úrskeiðis er skipulagt var hvaða leið átti að fara. Er rútan kom fyrir utan völlinn beið þar fjöldi manna sem kastaði flöskum, dósum og blysum í rútuna. „Venjulega þegar lögreglan veit hvað er að fara að gerast þá reynir hún að koma í veg fyrir svona uppákomur. Við skulum ekki gleyma því hvað kom fyrir í Dortmund á síðasta ári. Við komum hingað til þess að spila fótbolta og ég skil ekki af hverju var ráðist á rútuna,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man. City, eðlilega hundfúll. „Rútan er ónýt og ég átti ekki von á þessu frá virtu félagi eins og Liverpool. Þetta er ekki Liverpool. Þetta er fólkið og kannski bara 2-3 og vonandi gerist svona aldrei aftur.“ Leikmenn City neituðu að nota þessa árás sem afsökun fyrir 3-0 tapinu. Þeir sögðu þetta ekki hafa haft nein áhrif á sig.Þetta voru mikil læti.vísir/getty
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem fóru með City og sjálfsmörk Rómverja Liverpool vann 3-0 sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mörkin þrjú komu öll á fyrsta hálftíma leiksins. 4. apríl 2018 22:00 Stuðningsmenn Liverpool eyðilögðu rútu City Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biðst afsökunar á skemmdarverkum á liðsrútu Manchester City fyrir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 18:43 Klopp: Áttum að spila meiri fótbolta í seinni hálfleik Jurgen Klopp vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingunum eftir sigur sinna manna í Liverpool á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 22:30 76 prósent líkur á að undanúrslitin séu ráðin Fyrri leikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöld og má segja að það sé orðið nokkuð ljóst hvaða lið fara í undanúrslitin. 5. apríl 2018 07:00 Pep: Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist enn hafa trú á því að lið hans gæti farið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 tap fyrir Liverpool á Anfield í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. 4. apríl 2018 21:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Sjáðu mörkin sem fóru með City og sjálfsmörk Rómverja Liverpool vann 3-0 sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mörkin þrjú komu öll á fyrsta hálftíma leiksins. 4. apríl 2018 22:00
Stuðningsmenn Liverpool eyðilögðu rútu City Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið biðst afsökunar á skemmdarverkum á liðsrútu Manchester City fyrir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 18:43
Klopp: Áttum að spila meiri fótbolta í seinni hálfleik Jurgen Klopp vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingunum eftir sigur sinna manna í Liverpool á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4. apríl 2018 22:30
76 prósent líkur á að undanúrslitin séu ráðin Fyrri leikjum 8-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöld og má segja að það sé orðið nokkuð ljóst hvaða lið fara í undanúrslitin. 5. apríl 2018 07:00
Pep: Þeir áttu tvær sóknir og skoruðu tvö mörk Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sagðist enn hafa trú á því að lið hans gæti farið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 3-0 tap fyrir Liverpool á Anfield í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. 4. apríl 2018 21:30