Segir hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins opinberast í fjármálaáætlun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2018 19:34 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun sé verið að hygla fjármagnseigendum. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ríkisstjórnina bæði fyrir áherslur í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og fyrir þau vinnubrögð sem hún viðhafði í kringum birtingu áætlunarinnar. Logi segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa brotið lög þegar hann birti fjármálaáætlun eftir 1. apríl. Á síðu stjórnarráðsins segir „Fjármálaáætlun er sett fram til næstu fimm ára hið skemmsta og skal fjármála-og efnahagsráðherra leggja hana fyrir Alþingi í formi tillögu til þingsályktunar fyrir 1. apríl ár hvert.“Vinnubrögðin ekki til fyrirmyndarLoga finnst ekki ásættanlegt að fjármálaáætlunin sé fengin í hendur þingmanna og fjölmiðla á sama tíma. Hann hafi viljað nýta páskafríið til þess að kynna sér innihald áætlunarinnar. „Ríkisstjórn sem er mynduð um bætt vinnubrögð og eflingu Alþingis hefði átt að sjá sóma sinn í því að skaffa okkur þessi gögn þannig að við kæmum vel undirbúin.“ Þetta sagði Logi í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.Barni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag.Vísir/ErnirVerið að hygla tekjuháum og fjármagnseigendumÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar finnst Loga opinberast hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Hann tekur mið af ráðgerðum skattabreytingum þegar hann segir að verið sé að hygla hinum tekjuháu og fjármagnseigendum. Skattastefnan sem boðuð er í fjármálaáætlun sé sniðin að þessum hópi. „Það er ekki verið að koma til móts við þá sem hafa það verst í samfélaginu; aldraða, öryrkja eða ungt barnafólk. Barnabætur beinlínis standa í stað og vaxtabætur sömuleiðis. Stuðningur til uppbyggingar leiguíbúða mun dragast saman á þessu fimm ára tímabili. Það er engin stórsókn í menntamálum þannig að þetta er ekki bjart.“Ekkert vinstri grænt í fjármálaáætlunLogi segist ekki geta greint sjónarmið Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í fjármálaáætluninni. „Það er verið að gefa eftir tekjur upp á 20, 30 milljarða á tímum þar sem við hefðum sannarlega þurft á því að halda að laga stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.“ Þegar Logi er spurður hvort hann sjái lítið „Vinstri grænt“ í boðaðri skattastefnu í fjármálaáætlun svarar hann „ekkert“. Þrátt fyrir að hugnast ekki áherslur í nýrri fjármálaáætlun segir Logi að það bjartasta í henni sé áætlun ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og fyrstu þrjú árin í samgöngumálum.Viðtalið við Loga má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Heilbrigðiskerfið og innviðauppbygging fyrirferðamikil í fjármálaáætlun Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2023 snúa að heilbrigðismálum og innviðauppbyggingu. 4. apríl 2018 18:09