Rómverjar sjálfum sér verstir │ Tvö sjálfsmörk gegn Barcelona Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. apríl 2018 20:45 Vísir/Getty Tvö sjálfsmörk frá Roma sitt hvoru meginn við hálfleikinn gerðu Barcelona auðvelt fyrir þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nývangi í kvöld. Luis Suarez byrjaði leikinn á því að skora mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Hann þrumaði boltanum í netið eftir sendingu frá Andres Iniesta en var réttilega dæmdur rangstæður. Fyrir leikinn hafði Suarez ekki skorað mark í Meistaradeildinni í vetur. Það breyttist þó í lok leiksins þegar Suarez negldi síðasta naglann í kistuna á 4-1 sigri Barcelona á ítalska liðinu með þrumuskoti úr teignum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð daufur en fyrirliði Roma, Daniele de Rossi, kom Barcelona yfir undir lok hálfleiksins þegar misheppnuð hreinsun hans á fyrirgjöf Iniesta endar í netinu. Kostas Manolas skoraði svo annað sjálfsmark á 55. mínútu og Barcelona komið í 2-0 án þess að leikmenn Börsunga hefðu skorað löglegt mark. Varnarmaðurinn Gerard Pique skoraði þriðja markið stuttu seinna og fór langt með að gera út um leikinn. Edin Dzeko náði sárabótamarki fyrir Roma á 80. mínútu en það gerði lítið og Suarez kláraði svo leikinn. Barcelona er því komið með annan fótinn í undanúrslitin, en liðið hefur ekki komist þangað síðan 2015.2 - Roma are just the fourth side in Champions League history to score two own goals in a single game and the first since Galatasaray in September 2015 against FC Astana. Clumsy. — OptaJoe (@OptaJoe) April 4, 2018 Meistaradeild Evrópu
Tvö sjálfsmörk frá Roma sitt hvoru meginn við hálfleikinn gerðu Barcelona auðvelt fyrir þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nývangi í kvöld. Luis Suarez byrjaði leikinn á því að skora mark, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Hann þrumaði boltanum í netið eftir sendingu frá Andres Iniesta en var réttilega dæmdur rangstæður. Fyrir leikinn hafði Suarez ekki skorað mark í Meistaradeildinni í vetur. Það breyttist þó í lok leiksins þegar Suarez negldi síðasta naglann í kistuna á 4-1 sigri Barcelona á ítalska liðinu með þrumuskoti úr teignum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð daufur en fyrirliði Roma, Daniele de Rossi, kom Barcelona yfir undir lok hálfleiksins þegar misheppnuð hreinsun hans á fyrirgjöf Iniesta endar í netinu. Kostas Manolas skoraði svo annað sjálfsmark á 55. mínútu og Barcelona komið í 2-0 án þess að leikmenn Börsunga hefðu skorað löglegt mark. Varnarmaðurinn Gerard Pique skoraði þriðja markið stuttu seinna og fór langt með að gera út um leikinn. Edin Dzeko náði sárabótamarki fyrir Roma á 80. mínútu en það gerði lítið og Suarez kláraði svo leikinn. Barcelona er því komið með annan fótinn í undanúrslitin, en liðið hefur ekki komist þangað síðan 2015.2 - Roma are just the fourth side in Champions League history to score two own goals in a single game and the first since Galatasaray in September 2015 against FC Astana. Clumsy. — OptaJoe (@OptaJoe) April 4, 2018
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti