Innlent

Árborg fagnar plokkurum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rusl hirt við Ægisíðu.
Rusl hirt við Ægisíðu. Vísir/ANTON
„Sveitarfélagið Árborg fagnar því að íbúar skuli tilbúnir að leggja hönd á plóginn við að hreinsa til í umhverfinu,“ segir í frétt á vef sveitarfélagsins.

Segir í fréttinni að það nýjasta í umhverfisvernd sé svokallað „plokk“ sem sé þegar fólk sameini skokk, gönguferðir eða hjóla­túra því að tína upp rusl á víðavangi. „Oft safnast plast og annað rusl fyrir á opnum svæðum og í gróðri, einkum eftir vindasama vetur.

Ruslhreinsun á vegum sveitarfélagsins fer ekki af stað af krafti fyrr en sumarstarfsfólk umhverfisdeildar kemur til starfa í maí, og er framtak íbúa því kærkomið.“ Skila megi sorpi á gámasvæðið við Víkurheiði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×