Í viðtalinu talar Johnson helst um þegar móðir hans reyndi sjálfsmorð á sínum tíma og þegar draumar hans um að verða atvinnumaður í amerískum fótbolta urðu að engu.
Leikarinn segir að móðir sín Ata hafi reynt að taka sitt eigið líf þegar þau misstu húsnæði sitt á sínum tíma. Það hafi hún reynt fyrir framan Dwayne Johnson.
„Hún stöðvaði bifreið okkar, opnaði hurðina og gekk út á miðri hraðbrautinni. Hún reyndi að verða fyrir bíl,“ segir Johnson.
Misheppnuð tilraun
„Bílarnir komu á fullri ferð en sem betur fer náðu bílstjórarnir að sveigja fram hjá henni. Ég stökk til og reif hana aftur inn í bílinn. Það sem er svo ótrúlegt við þessa sjálfsmorðstilraun er að móðir mín man enn í dag ekki neitt hvað gerðist þarna.“
„Það var versti tími lífs míns,“ segir Johnson en kærastan hans hætti einnig með honum á svipuðum tíma.
„Ég náði þeim botni í lífi mínu að mig langaði ekki að gera neitt og vildi ekki fara út úr húsi. Ég grét stanslaust,“ segir The Rock sem segir að hann og móðir hans hafi á endanum náð að jafna sig.
„Í dag gerum við bæði okkar allra besta til að gefa fólki sem á um sárt að binda aukna athygli og reynum að aðstoða. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að það sé í lagi að opna sig. Karlmenn eiga það til að byrgja allt inni í sér. Þú ert ekki einn,“ segir The Rock í Twitter-færslu eftir að viðtalið við hann birtist.
Got tons of responses to this. Thank you. We all go thru the sludge/shit and depression never discriminates. Took me a long time to realize it but the key is to not be afraid to open up. Especially us dudes have a tendency to keep it in. You’re not alone
https://t.co/ADHjYtGe3k
— Dwayne Johnson (@TheRock) April 2, 2018