Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. Að minnta kosti fimmtán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum á síðustu dögum og telur ljósmóðir sem þar starfar að fleiri muni fylgja. Kjaraviðræður þeirra við íslenska ríkið hafa nú staðið yfir í hálft ár. Tíu ljósmæður útskrifast í vor frá Háskóla Íslands og segir nemi úr útskriftarárgangnum að margar þeirra ætli ekki að sækja um starf við fæðingarþjónustu vegna lélegra kjara. Um þriðjungur starfandi ljósmæðra á Íslandi er um sextugt og nálgast því eftirlaunaaldur. „Það eru sumar sem munu lækka talsvert í launum við að bæta þessum tveimur árum við sig. Þannig þær eru mikið að hugsa sinn gang og hvort þær hafi efni á því að fara í draumastarfið," segir Inga María Hlíðar Thorsteinsson, nemi í ljósmæðrafræðum. Við útskrift fara ljósmæður á grunnlaun og hefur starfsreynsla þeirra sem hjúkrunarfræðingar fyrir sérnámið ekki áhrif á launataxtann. Árið 2014 var hætt að greiða ljósmæðranemum laun fyrir vaktir í námi sökum hagræðingar en eitt og hálft ár af tveggja ára náminu er verklegt í vaktavinnu. Inga segir marga sem nú eru að útskrifast ekki geta unað við launalækkun að þessu loknu. „Það sem gerir það að verkum að maður sækir um að fara í þetta nám er alls ekki launin, eða starfsumhverfið. Heldur er þetta eitthvað sem hefur blundað með manni lengi. Að þurfa að hverfa frá því og fara í aðrar stöður eins og hefur verið að gerast mjög mikið núna í hjúkrunarfræðinni, þær eru að fara að starfa sem flugfreyjur. Það er mjög sorglegt að það skuli gerast þegar maður hefur svona sterka hugsjón," segir Inga María.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira