Desiree Linden hljóp með löndu sinni Shalane Flanagan sem hafði unnið New York maraþonið á dögunum. Allt í einu sást Shalane Flanagan hlaupa út úr brautinni og inn í ferðaklósett.
Desiree Linden hefði þarna átt að fá möguleika á að ná smá forskoti á keppinaut sinn en ákvað frekar að bíða.
„Hún lét mig vita að hún væri að fara á klósettið. Ég hugsaði bara að það væri að hægjast á hlaupinu en ef það gerðist ekki þá myndi ég reyna að hjálpa henni að komast aftur inn í hópinn,“ sagði Linden.
Boston Marathon champion Desiree Linden waited for fellow-runner's bathroom break during the race: https://t.co/X71uTtXzC0pic.twitter.com/2UoOMHmygN
— Yahoo Sports (@YahooSports) April 16, 2018
„Des þurfti ekki að bíða eftir mér. Það var mjög hugulsamt hjá henni að gera það,“ sagði Flanagan.
Biðin kom ekki í veg fyrir að Linden vann hlaupið á 2:29;54 klukkutímum en hún kom í mark fjórum mínútum á undan Sarah Sellers.