Enski boltinn

Pogba og Sánchez sagðir tveir af þeim sem Mourinho ætlar að refsa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Paul Pogba byrjar mögulega á bekknum um helgina.
Paul Pogba byrjar mögulega á bekknum um helgina. vísir/getty
Eins og kom fram í gærkvöldi ætlar José Mourinho að refsa nokkrum leikmönnum liðsins með bekkjarsetu í undanúrslitum bikarsins um helgina á móti Tottenham fyrir frammistöðu þeirra á móti West Bromwich Albion á sunnudaginn.

WBA er langneðst í deildinni og á hraðri leið niður í B-deildina en United tókst að tapa á móti því á heimavelli, 1-0. Þau úrslit og frammistaða nokkurra leikmanna gerði lítið til að kæta Portúgalann.

Hann sagði hreint út að ákveðnir leikmenn ættu ekki skilið sæti í byrjunarliðinu í undanúrslitum bikarsins en aðspurður hvort Paul Pogba væri einn af þeim svaraði hann engu.

Enska blaðið Daiy Telegraph heldur því fram í morgun að Pogba sé einn af þeim sem verður refsað með bekkjarsetu á Wembley á móti Tottenham og við hlið hans á bekknum verði Sílemaðurinn Alexis Sánchez.

Bikarinn er síðasti möguleiki Manchester United á titli en liðið tapaði fyrir Bristol City í undanúrslitum deildabikarsins, féll úr leik gegn Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þá er Manchester City orðið Englandsmeistari.


Tengdar fréttir

Þeir sem spiluðu illa gegn WBA fá ekki séns gegn Spurs

Þeir leikmenn sem stóðu sig ekki nógu vel í tapi Manchester United gegn West Bromwich Albion um helgina fá ekki að spila í undanúrslitum enska bikarsins. Þetta sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×