Ibrahimovic hefur stimplað sig inn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni með því að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjunum þar af tvö sigurmörk. Hann er að komast í alvöru form, kannski jafnvel HM-form.
Þessi 36 ára gamli kóngur sænska fótboltans lagði landsliðsskóna á hilluna eftir Evrópumótið í Frakklandi 2016 en hefur verið að ýja að því að snúa aftur í sænska landsliðið á HM i sumar.
Eftir sigurmarkið með Galaxy um helgina fór hann inn á Twitter og skrifaði: „Það eru himinháar líkur á því að ég spila á HM,“ skrifaði Zlatan.
The chance of me playing in the World Cup is skyhöga #FifaWorldCup2018
— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) April 15, 2018

Zlatan segur að sænska sambandið hringi í hann á hverjum degi og það sé því engin spurning um hvort að hann verði valinn gefi hann kost á sér.
Vandamálið gæti hinsvegar verið hvort að nýr samningur hans við veðmálafyrirtækið Bethard. Reglur FIFA eru strangar þegar kemur að veðmálafyrirtækjum.
Zlatan hefur ekki áhyggur af því. „FIFA getur ekki stoppað mig. Ef ég vil vera á HM þá verð ég á HM,“ sagði Zlatan Ibrahimovic í nýlegu viðtali við Eurosport.
