Destiny's Child kom aftur saman á Coachella Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 12:20 Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi. Vísir/AFP Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar. Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember. Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda. Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006. A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Apr 15, 2018 at 12:49am PDT
Tengdar fréttir Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00 Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Nýjasta myndband Jay Z er komið á You Tube. 5. janúar 2018 13:00