Hanyie og Abrahim fengu stöðu flóttafólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 20:52 Hanyie og Abrahim ásamt vini sínum Guðmundi Karli í dag. Mynd/Claudia Wilson Afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki hafa fengið stöðu flóttafólks á Íslandi en Útlendingastofnun staðfesti stöðu þeirra á fundi í dag. Vinur feðginanna segir þau í skýjunum með fréttirnar. Hanyie og Abrahim komu hingað til lands í desember 2016. Þar áður höfðu þau verið á flótta og bjuggu m.a. í Íran, Tyrklandi, Grikklandi og Þýskalandi. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. „Þau eru örugglega enn þá að melta þetta en auðvitað eru þau alveg í skýjunum,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, í samtali við Vísi.Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst.vísir/laufeyHann segir baráttuna sem nú er að baki hafa verið langa og stranga og á tímabili hafi útlitið verið svart. „Í september fengu þau allt í einu þriggja daga frest til þess að kveðja vini og svo átti bara að flytja þau strax úr landi, til Þýskalands, þannig að þetta er búið að vera ansi löng og erfið barátta.“ Guðmundur segir Hanyie og Abrahim himinlifandi með að búa loksins við öryggi. Nú taki svo við alvara lífsins, húsnæðis- og atvinnuleit svo eitthvað sé nefnt. Mál feðginanna vakti mikla athygli í sumar en þá var haldin afmælisveisla fyrir Haniye á Klambratúni. Á þeim tímapunkti stóðu feðginin frammi fyrir því að vera send úr landi en í september síðastliðnum var brottvísuninni frestað. Þá var einnig samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á útlendingalögum, sem fólu meðal annars í sér breytingar á dvalarleyfum í tilfelli barna, og í október var feðginunum tilkynnt að mál þeirra yrði tekið til efnismeðferðar. Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki hafa fengið stöðu flóttafólks á Íslandi en Útlendingastofnun staðfesti stöðu þeirra á fundi í dag. Vinur feðginanna segir þau í skýjunum með fréttirnar. Hanyie og Abrahim komu hingað til lands í desember 2016. Þar áður höfðu þau verið á flótta og bjuggu m.a. í Íran, Tyrklandi, Grikklandi og Þýskalandi. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. „Þau eru örugglega enn þá að melta þetta en auðvitað eru þau alveg í skýjunum,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, í samtali við Vísi.Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst.vísir/laufeyHann segir baráttuna sem nú er að baki hafa verið langa og stranga og á tímabili hafi útlitið verið svart. „Í september fengu þau allt í einu þriggja daga frest til þess að kveðja vini og svo átti bara að flytja þau strax úr landi, til Þýskalands, þannig að þetta er búið að vera ansi löng og erfið barátta.“ Guðmundur segir Hanyie og Abrahim himinlifandi með að búa loksins við öryggi. Nú taki svo við alvara lífsins, húsnæðis- og atvinnuleit svo eitthvað sé nefnt. Mál feðginanna vakti mikla athygli í sumar en þá var haldin afmælisveisla fyrir Haniye á Klambratúni. Á þeim tímapunkti stóðu feðginin frammi fyrir því að vera send úr landi en í september síðastliðnum var brottvísuninni frestað. Þá var einnig samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á útlendingalögum, sem fólu meðal annars í sér breytingar á dvalarleyfum í tilfelli barna, og í október var feðginunum tilkynnt að mál þeirra yrði tekið til efnismeðferðar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45