Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 20:33 Yulia Skripal. Vísir/AFP Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“ Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira