Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 19:45 Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira