Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 19:45 Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. Í júní 2016 setti Seðlabankinn sérstaka bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi Samkvæmt henni skal binda binda 40 prósent af nýju innflæði vegna fjárfestingar í skráðum skuldabréfum á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í eitt ár. Tilgangurinn er að draga úr áhættu sem fylgir óhóflegu fjármagnsinnstreymi en þetta var eitt helsta vandamál peningastefnunnar fyrir hrun. Þessi „bindiskylda“ er kölluð innflæðishöft á fjármálamarkaði og þar er kallað eftir afnámi hennar. Sjá til dæmis hér, hér, hér og hér. Agnar Tómas Möller, annar stofnenda Gamma og framkvæmdastjóri sjóða hjá sama fyrirtæki, skrifaði grein á dögunum þar sem hann gagnrýndi bindiskylduna harðlega og sagði að það væri „áhugavert að velta því upp hvernig það varð hluti af peningastefnunni að hindra frjálst flæði fjármagns, þvert á ákvæði EES-samningsins.“Forsenda sjálfstæðrar peningastefnu Gamma er einmitt eitt af þeim fyrirtækjum sem tapa á bindiskyldunni enda sérhæfir Gamma sig meðal annars í miðlun skuldabréfa. Umræða um afnám bindiskyldunnar hefur ratað víða að undaförnu. Meðal annars inn í sali Alþingis. Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands varar við afnámi bindiskyldunnar. „Það sem bindiskyldan gerir er að hún gerir sjálfstæða peningastjórn mögulega. Án hennar væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil,“ segir Gylfi. Hann segir að bindiskyldan hafi dregið úr ásókn í vaxtamunarviðskipti sem sýni að hún virkar. „Ef við tækjum hana af á morgun þá myndi erlent fjármagn, kvikt fjármagn, streyma inn í landið og krónan myndi hækka í verði (styrkjast innsk.blm). Það myndi auka innflutning og viðskiptaafgangurinn myndi breytast í viðskiptahalla. Í stað þess að erlenda staðan færi batnandi þá færi hún versnandi og við værum að byggja upp lífskjör á kvikum fjármagnshreyfingum inn í landið sem gætu síðan mjög skyndilega snúist við,“ segir Gylfi.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira