Lífið

Gera stólpagrín að „vélrænni“ framkomu Zuckerbergs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg í þinghúsinu.
Mark Zuckerberg í þinghúsinu. Vísir/Getty
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kom fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag. Þar svaraði hann, annan daginn í röð, fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. Heimsbyggðin hefur fylgst vel með fundunum, þar sem ýmislegt hefur komið í ljós um starfsemi Facebook, en þá hefur „vélræn“ framkoma Zuckerberg ekki síður vakið athygli.

Í dag hefur Zuckerberg svarað spurningum embættismanna úr orku- og viðskiptamáladeild fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Í yfirheyrslum dagsins hefur m.a. komið fram að upplýsingum um Zuckerberg sjálfan var deilt með Cambridge Analytica.

Sjá einnig: Hlutabréf í Facebook hækkuðu á meðan Zuckerberg sat fyrir svörum

Netverjar, sem fylgst hafa með fundunum í gær og í dag, hafa þó einna helst gert sér mat úr framkomu Zuckerberg en honum hefur nú ítrekað verið líkt við vélmenni og aðrar ómennskar verur á samfélagsmiðlum.

„Við vitum að vélmenni þurfa ekki á vatni að halda,“ skrifaði einn Twitter-notandi og hafði myndskeið af Zuckerberg fá sér vatnssopa við yfirheyrslurnar í gær máli sínu til stuðnings. „Það eru hundrað prósent líkur á því að Mark Zuckerberg sé vélmenni,“ sagði annar.

Hér að neðan má sjá fleiri færslur af samfélagsmiðlum um framkomu Zuckerbergs frammi fyrir þingnefnd. Hér  má svo nálgast upptöku af fundi Zuckerbergs og þingnefndar í dag.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.