Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 18:08 Bragi Guðbrandsson vonast eftir niðurstöðu í málið og segist skoða framboð sitt í samræmi við hana. Aðsend mynd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það. Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það.
Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52