Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 14:17 Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. Vísir/Eyþór Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að eðlilegast væri að ráðherra skipaði óháða aðila til að rannsaka málsmeðferð formlegra kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu yfir Braga Guðbrandssyni, sem er í ársleyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu. Í stjórnmálaþættinum Silfrinu, þar sem málið var til umræðu, sagði Kolbeinn að honum þætti slæmt að viðkvæmur málaflokkur á borð barnavernd færi í „stjórnar og stjórnarandstöðu skotgrafir.“ Hann segir að það ríki ekki sátt um rannsóknina sem fór fram og því sé eðlilegast að kalla eftir óháðri rannsókn málsins. Kolbeinn segir að réttast sé að stjórnmálamenn stígi til hliðar í málinu og gefi óháðum aðilum svigrúm til að rannsaka málsmeðferðina.Þorsteinn Víglundsson segir að það sé mikilvægt að endurreisa traust á milli Barnaverndarstofu og viðkomandi Barnaverndarnefnda.Vísir/SamsettSkylda barnaverndaryfirvalda að gæta hagsmuna barnannaBarnaverndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu formlega til velferðarráðuneytisins í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í nóvember á síðasta ári. Formenn nefndanna sendu formlegt bréf með umkvörtunum barnaverndarstarfsmanna á hendur Braga. Í bréfinu var kvartað yfir starfsháttum Braga og hann sakaður um óeðlileg afskipti af einstökum málum. Þorsteinn var einn gesta í umræðuþættinum og sagði að það hafi vakið furðu hjá sér að málið skyldi ekki leitt til lykta. „Þegar þetta mál kom inn á mitt borð, sem ráðherra þá, sá maður strax að þarna voru mjög alvarlegar kvartanir af hálfu þriggja barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var kannski sínu alvarlegasta málið - þetta mál sem Stundin er að fjalla um - en það voru umtalsvert fleiri tilvik þar sem nefndirnar voru að kvarta yfir óformlegum afskiptum Braga af einstökum málum, þar sem þau töldu að ekki væri rétt staðið að málum af hálfu forstjóra Barnaverndarstofu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það sé ómögulegt að reyna að endurvekja traust á málaflokknum og málsmeðferðinni öðruvísi en að birta niðurstöður rannsóknarinnar. „Í mínum huga má ekki flækja þetta um of með einhverjum tæknilegum atriðum. Skylda barnaverndaryfirvalda á hverjum tíma er að gæta hagsmuna barnanna og í þessu máli, í Hafnarfirði, án þess að við setjumst í neitt dómarasæti um það mál sem slíkt, að þá get ég ekki séð hvernig forstjóri barnaverndarstofu var að gæta hagsmuna barnanna með þessu máli.“ Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sagðist telja að málið liti allt öðruvísi út í dag ef ráðherra hefði látið velferðarnefnd hafa gögnin strax. „Ég get alveg sagt að ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir í febrúar hefði ekki verið svona auðvelt fyrir ríkisstjórnarinnar að tilefna Braga í þetta starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Nú er þetta orðið of seint, ég veit það ekki.“ Ásmundur Einar Daðason kemur fyrir velferðarnefnd á morgun. Bragi Guðbrandsson hefur að auki óskað eftir því að koma fyrir nefndina sem allra fyrst. Hann telur sig geta varpað nýju ljósi á málið sem „kollvarpi þeirri mynd sem hefur verið uppi í umfjöllun stundarinnar um málið og í kjölfar hennar,“ eins og Bragi kemst sjálfur að orði í yfirlýsingu.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira