Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 19:23 Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira