Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 21:35 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason ráðherra á fund nefndarinnar. Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“ Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“
Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10