Telur slæmt ef skuldir ríkisins lækka mikið meira Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 18:30 Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Aðeins fimm ríki innan OECD hafa lægri ríkisskuldir sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir óskynsamlegt að skuldir ríkissins lækki mikið meira vegna þess mikilvæga hlutverks sem ríkið gegni á skuldabréfamarkaði. Skuldir íslenska ríkisins eru núna 32 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands eftir síðustu kaup ríkisins á eigin skuldabréfum. Aðeins fimm OECD-ríki hafa lægri skuldahlutafall ríkissjóðs en Ísland. Þetta eru Tyrkland, Lúxemborg, Sviss, Noregur og Eistland.Sjálfstæð peningastefna gerir kröfur til ríkisins Í umræðunni á Íslandi hefur það viðhorf fest rætur að nálgast eigi stöðu ríkissjóðs eins og heimilisbókhald og það sé gott að ríkissjóður skuldi sem minnst. Er það æskilegt? Og hvers vegna? Sjálfstæð peningastefna með krónu gerir margvíslegar kröfur til ríkisins. Ein þeirra er að viðhalda markaði með ríkisskuldabréf í krónum og móta þannig vaxtaviðmið. Skuldahlutfall ríkisins nálgast nú því sem það var fyrir hrun. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segir að það sé ekki æskilegt að skuldir ríkisins lækki mikið meira. „Það mætti segja að skuldir ríkisins fyrir hrun hafi verið í algjöru lágmarki. Það hefur verið bent á, meðal annars af Seðlabankanum í skýrslum eftir hrun, að skuldlítill ríkissjóður fyrir hrun á sínum tíma hafi hamlað eðlilegri verðmyndun á skuldabréfamarkaði,“ segir Kristrún. Hægt að vera skuldlaus ef ríki eru í myntsamstarfi Tvö OECD ríki, Eistland og Lúxemborg, eru einu ríkin með skuldastöðu við eða undir 22 prósent sem er markmið ríkissjóðs fyrir árið 2023. Bæði þessi ríki eru í myntsamstarfinu um evruna. „Þessi ríki geta haft skuldahlutafallið lágt. Ef þú ert ekki með sjálfstæðan gjaldmiðil þá þarftu ekki að halda úti markaði með ríkisskuldabréf. Þetta er bara kostnaður sem fylgir því að vera með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það fylgja því bæði kostir og gallar að geta skapað sinn eigin markað fyrir ríkisskuldabréf. Ríkið getur þá skuldað og gefið út í sömu mynt. Ríkið lendir ekki í skuldavandræðum því það getur, tæknilega séð, prentað sína eigin peninga. En það getur líka verið kostur að láta einhvern annan um þetta og úthýst kostnaðinum til stærri ríkja,“ segir Kristrún. Hún segir erfitt að festa einhverja ákveðna tölu fyrir skuldahlutfallið. Það megi vel hugsa sér að skuldir ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu lækki um nokkrar prósentur til viðbótar. „Það má alveg velta því fyrir sér, ef við erum að fara inn í tímabil þar sem fólk hefur áhyggjur af því að það verði takmarkaður hagvöxtur og minni umsvif, þá er kannski ekkert óeðlilegt að það sé farið í það, líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn benti á í tilviki Þýskalands og Hollands, að fjárfesta til framtíðar og reyna að skapa aukið framboð á markaði. Í stað þess að keppast við það í dag að borga niður skuldir til þess að sitja uppi með uppsafnaða fjárfestingu eftir tíu ár en skuldlausan ríkissjóð,“ segir Kristrún. Sjá má frétt Stöðvar 2 um málið í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Kristrúnu Frostadóttur í heild sinni má nálgast hér fyrir neðan.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira