Erlent

Að minnsta kosti sjö nemendur látnir eftir hnífaárás í Kína

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skólinn er í héraðinu Shaanxi í norðurhluta Kína.
Skólinn er í héraðinu Shaanxi í norðurhluta Kína. google maps
Að minnsta kosti sjö nemendur eru látnir eftir hnífaárás fyrir utan kínverskan grunnskóla í norðurhluta Kína.

Í frétt BBC kemur fram að börnin hafi verið á leið heim frá skólanum þegar ráðist var á þau með hníf. Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni.

Myndir sem birst hafa á samfélagsmiðlum sýna nokkra unga nemendur þar sem þeir liggja í jörðinni, umkringdir fólki sem fylgist með í áfalli.

Verið er að hlúa hinum slösuðu en ekki hefur verið gefið upp á hvaða aldri börnin eru en talið er að þau séu í gagnfræðiskóla. Börn í slíkum skólum í Kína eru á aldrinum 12 til 15 ára.

Nokkrar alvarlegar hnífaárásir hafa verið gerðar í Kína á undanförnum árum. Þannig varð maður konu að bana og slasaði tólf manns þegar hann réðst að fólki með hníf í verslunarmiðstöð í Beijing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×