Kjarasamningur við ljósmæður ekki í sjónmáli: Viðbragðsáætlun virkjuð á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:43 Vísir/Getty Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Fjöldi fólks mætti fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara í morgun til að sýna ljósmæðrum stuðning í verki. Fundurinn leiddi ekki til niðurstöðu og er því enn ósamið í kjaradeilunni. Í samtali við fréttastofu segir formaður Ljósmæðrafélagsins aftur á móti að gott samtal hafi verið á fundinum í morgun sem ljósmæður hafi saknað hingað til í viðræðunum. Þá verður viðbragðsáætlun Landspítalans og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins virkjuð á morgun vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura, að því er Rúv greinir frá. Þá eru heimaþjónustuljósmæður enn samningslausar gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Boðað var til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar var kynnt fyrir félagsmönnum. Var það niðurstaða fundarins að samninganefndin hefur áfram fullt og óskorðað umboð til að halda baráttu áfram.Ljósmæðranemar sækja ekki um störf sem losna Í dag hafa bæði útskriftarnemar í ljósmóðurfræðum og stjórn Læknafélags Íslands lýst yfir fullum stuðningi við ljósmæður í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Ljósmæðranemar sem munu útskrifast í júní 2018 ætla ekki að sækja um þær stöður sem losna þegar uppsagnir ljósmæðra taka gildi þann 1. júlí 2018. Þær ætla jafnframt ekki að ráða sig í fastar stöður sem ljósmæður fyrr en samningar nást,“ segir í tilkynningu frá félagi ljósmæðranema. „Fram til ársins 2014 voru ljósmæðranemar á launum í klinisku námi. Nú eru ljósmæðranemar á launalausum þrískiptum vöktum í 2 ár,“ segir ennfremur. Skora nemendur því á deiluaðila að ganga sem fyrst til samninga þar sem menntun og ábyrgð ljósmæðra er metin til launa. Stjórn Læknafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem skapi neyðarástand á LSH vegna uppsagna fjölda ljósmæðra, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. „Þjónusta við konur í barneignarferli hefur verið mjög góð á Íslandi enda er árangurinn með því besta sem gerist í heiminum. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnvalda að draga ekki úr gæðum þjónustu við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra. Stjórn LÍ skorar því á deiluaðila að ganga tafarlaust til samninga,” segir í tilkynningunni. Ljósmæður í heimaþjónustu ennþá án samnings Kjaraviðræðurnar við ríkið eru ekki eina baráttan sem ljósmæður heyja um þessar mundir. Fulltrúar ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu áttu langan fund með Sjúkratryggingum Íslands sem endaði með drögum að samningi sem lagður var fyrir fund sjálfstætt starfandi ljósmæðra í gærkvöldi.Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir.Vísir/skjáskot„Honum var bara hafnað,“ segir Bergrún Svava Jónsdóttir ljósmóðir, sem setið hefur fundi með SÍ fyrir hönd ljósmæðra. Aðspurð hvers vegna honum var hafnað segir hún það fyrst og fremst vera vegna þess að samkvæmt samningnum hafi átt að skerða þjónustuna. Ekki hafi verið vilji til að auka fjármagn til þjónustunnar. Ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf á mánudaginn en alla jafna njóta um 85% nýbakaðra mæðra heimaþjónustu ljósmæðra. Bergrún segir að í samningsdrögunum hafi Sjúkratryggingar, samkvæmt tilmælum ráðuneytis, farið fram á jöfnu sem gengi ekki upp. „Það átti ekki að bæta fjármagni en það átti samt að skera eins lítið niður og hægt var.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira