Í breytingunum felst meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2018 18:45 Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES Vísir/Getty Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd. Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Evrópuþingmenn og aðildarríki Evrópusambandsins náðu í dag óformlegu pólitísku samkomulagi um nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun. Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd kemur fram að gert er ráð fyrir að kosið verði um nýja tilskipun í september og formlegu samkomulagi verði þá náð. Á meðal nýjunga í tilskipuninni eru skýrari reglur um lögsöku ríkja, aukin vernd barna og meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Aukin vernd barna verður bæði í sjónvarpi og myndmiðlum eftir pöntun. Nýjar reglur ganga meðal annars út á að mynddeilisíður eins og Youtube geri ráðstafanir til að auka vernd barna og tryggi tæknileg úrræði svo unnt verði að tilkynna ólögmætt efni með einföldum hætti. Með breytingunum verða samfélagsmiðlar þar sem myndböndum er deilt eins og Facebook og Youtube gert að grípa til frekar aðgerða gegn efni þar sem hvatt er til „ofbeldis, haturs og hryðjuverka“. Gildissviðið verður víkkað út að hluta til mynddeilnisíðna og efnisveita sem miðla myndefni. reglurnar gilda einnig um streymissíður, mynddeilisíður sem streyma efni beint á netinu. Sjálfstæði eftirlitsstofnana verður jafnframt styrkt með nýrri tilskipun. Hlutfall evrópsks efnis í dagskrá verður lækkað úr 50 prósent í 30 prósent í línulegri dagskrá og gilda þær reglur einnig um myndmiðlun eftir pöntun.Meiri sveigjanleiki vegna auglýsinga Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag leyfa nýju reglurnar Evrópusambandsríkjum að krefja efnisveitur á netinu sem eru ekki staðsettar í landinu en sækja á markað þeirra um framlög til innlendrar dagskrárgerðar. Gætu efnisveitur þurft að fjárfesta beint í innlendu efni eða greiða framlög í kvikmyndasjóði. Í breytingunum felst líka meiri sveigjanleiki í reglum um auglýsingar. Nýjar reglur um auglýsingar gera ráð fyrir að 20 prósent reglan um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í sjónvarpi falli úr gildi og í staðinn komi 20 prósent regla sem gildir annars vegar á tímabilinu frá klukkan sex að morgni til klukkan sex síðdegis og hins vegar á svokölluðum kjörtíma, sem hefur verið skilgreindur frá klukkan 18 til miðnættis. Auglýsingar á þessu tímabili mega einungis vera 20 prósent af dagskrárefni. Ísland mun innleiða nýju tilskipunina þegar hún hefur verið samþykkt innan EES, samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd.
Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05