„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 18:30 Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann. Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann.
Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira