Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:39 Félagi í glæpagengi í Gvatemala tekinn höndum. Morðóð gengi hafa vaðið upp í mörgum ríkjum í Rómönsku Ameríku undanfarin ár. Vísir/AFP Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017. Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017.
Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira