Messað yfir kórnum Davíð Þorláksson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Kosningar 2018 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosningaloforð sín hinn 14. apríl. Fólkið er nýtt, en hugmyndirnar kunnuglegar; útþensla byggðar og fleiri bílamannvirki. Hins vegar vantar mál sem ætti alltaf að vera á stefnuskrá flokksins – skattalækkanir. Eina skattalækkunin sem var nefnd er afnám fasteignagjalda á eldri borgara. Það er sérstakt í ljósi þess að tekjulágir eldri borgarar fá afslátt af fasteignagjöldum. Gert er ráð fyrir að skatttekjur Reykjavíkurborgar verði 27% hærri í ár en þær voru fyrsta ár kjörtímabilsins. Á sama tíma hefur verðlag hækkað um 7%. Það væri því nægt svigrúm til skattalækkana ef borgin væri vel rekin. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar sýnir mikinn mun á fylgi flokksins eftir kynjum, hverfum og aldri. Um 8% kvenna í Vesturbæ ætla að kjósa flokkinn á meðan 49% karla í Árbæ ætla að gera það. Um 33% fólks á aldrinum 45-59 ára ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en bara 21% fólks 30-44 ára. Í heildina ætla 27,4% að kjósa flokkinn. Það er aðeins hærra en þau 25,7% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem þó var versta útkoma í sögu hans. Sóknartækifæri flokksins liggja því hjá ungu fólki og konum sem búa miðsvæðis. Flokkurinn hefur samt síðustu ár aðallega verið að tala til eldri karla í úthverfum. Eldri maðurinn í Árbæ er eflaust kattsáttur við afnám fasteignagjalda á sig. Unga konan í Vesturbænum er líklega ekki sannfærð. Borgarfulltrúum flokksins virðist hafa verið meira umhugað um að vinna næsta prófkjör en næstu kosningar. Vonandi bera nýir frambjóðendur gæfu til þess að breyta því.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar