Bæði útgerðarmenn og neytendur sagðir tapa á Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 24. apríl 2018 13:06 Breskir sjómenn voru margir ákafir stuðningsmenn Brexit Vísir/EPA Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum eins virtasta landbúnaðarháskóla heims. Hagfræðingar við háskólann í Wageningen í Hollandi hafa á síðustu misserum unnið að nákvæmri greiningu á breskum sjávarútvegi og hver áhrif úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu gætu orðið. Þeir notuðust við hagfræðimódel sem kallast MAGNET og reiknuðu nokkrar mismunandi útkomur eftir því hversu harkaleg lendingin verður þegar Bretland segir loks skilið við Evrópusambandið. Í öllum útgáfum, óháð forsendum, var útkoman verri en núverandi ástand. Evrópskar útgerðir veiða tíu sinnum meira í breskri lögsögu en breskar útgerðir gera í lögsögu annarra Evrópuríkja. Andstæðingar ESB héldu því fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi að með því að loka breskum miðum fyrir evrópskum útgerðum mætti stórauka arðsemi og tryggja að hagnaður af auðlindinni héldist í landi. Það stenst engan veginn samkvæmt fyrrnefndri greiningu. Vissulega myndu fiskveiðar breska flotans aukast um 10-15% innan lögsögunnar, sem þýðir aukinn gróða upp á 35 milljarða á fimm ára tímabili frá 2020 til 2025. Það myndi hins vegar óhjákvæmilega lækka fiskverð á innlendum mörkuðum og breskar útgerðir kæmu út í mínus þar sem þær hefðu ekki lengur óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aukningin myndi heldur ekki duga til að bjarga breskum fiskvinnslufyrirtækjum sem reiða sig að stórum hluta á erlendar útgerðir fyrir hráefni og eru því mjög háðar evrópska markaðnum. Þrátt fyrir að lægra verð fáist fyrir fiskinn á innlendum mörkuðum verða breskir neytendur sömuleiðis verr settir ef svo fer að miðunum verði lokað. Útgerðir í Hollandi, Írlandi og víðar stunda tæpan helming sinna veiða innan breskrar lögsögu og almennt myndi fiskverð því hækka á evrópskum mörkuðum. Það er slæmt fyrir breska neytendur því Bretar flytja inn tvöfalt meiri fisk en þeir flytja út og án fríverslunarsamnings verður sú vara dýrari. Niðurstaðan yrði því minni arðsemi fyrir útgerðina og hærra verð fyrir neytendur, ekki beint draumaniðurstaða. Ekki batnar útlitið þegar litið er til þess hvaða fisktegundir er verið að veiða við Bretlandsstrendur og hvar hann selst. Fyrrnefnd aukning aflans, um tíu til fimmtán prósent, væri fyrst og fremst í formi tegunda sem breskir neytendur hafa aldrei viljað sjá: síld, álar og lýsa. Eina ástæðan fyrir að það borgaði sig fyrir breska sjómenn að veiða þessar tegundir var að þær seldust vel á evrópumarkaði, án aðgangs að þeim markaði er lítill tilgangur með veiðunum. Bryce Beukers-Stewart, prófessor við háskólann í York og sérfræðingur í breskum fiskveiðum, segir greiningu hollensku fræðimannanna koma heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna á þessu sviði. Í samtali við Guardian segir hann þetta sýna og sanna að afleiðingar einangrunarstefnu séu mun flóknari en margir hafi viljað af láta í umræðunni um Brexit. Hann efast nú um að bresk stjórnvöld reyni að loka miðunum fyrir erlendum veiðum eftir allt saman, þrátt fyrir loforð um annað í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Guardian ræðir þó einnig við talsmann sjómanna sem börðust fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu og hann gefur lítið fyrir dómsdagsspár fræðimanna. Hann segir mikilvægustu staðreyndina vera að með því að loka miðunum fyrir evrópskum útgerðum eigi Bretar möguleika á að veiða meira en sex hundruð þúsund tonn af fiski sem annars yrði landað af erlendum skipum. Í því samhengi skipti litlu þó að verð afurðanna lækki tímabundið. Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Sjá meira
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu gæti aukið heildarafla breska fiskveiðiflotans en um leið dregið úr arðsemi veiðanna og komið niður á neytendum og fiskvinnslufyrirtækjum. Allir myndu tapa ef Bretar lokuðu miðum sínum fyrir evrópskum fiskveiðiskipum. Þetta er niðurstaða rannsókna á vegum eins virtasta landbúnaðarháskóla heims. Hagfræðingar við háskólann í Wageningen í Hollandi hafa á síðustu misserum unnið að nákvæmri greiningu á breskum sjávarútvegi og hver áhrif úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu gætu orðið. Þeir notuðust við hagfræðimódel sem kallast MAGNET og reiknuðu nokkrar mismunandi útkomur eftir því hversu harkaleg lendingin verður þegar Bretland segir loks skilið við Evrópusambandið. Í öllum útgáfum, óháð forsendum, var útkoman verri en núverandi ástand. Evrópskar útgerðir veiða tíu sinnum meira í breskri lögsögu en breskar útgerðir gera í lögsögu annarra Evrópuríkja. Andstæðingar ESB héldu því fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi að með því að loka breskum miðum fyrir evrópskum útgerðum mætti stórauka arðsemi og tryggja að hagnaður af auðlindinni héldist í landi. Það stenst engan veginn samkvæmt fyrrnefndri greiningu. Vissulega myndu fiskveiðar breska flotans aukast um 10-15% innan lögsögunnar, sem þýðir aukinn gróða upp á 35 milljarða á fimm ára tímabili frá 2020 til 2025. Það myndi hins vegar óhjákvæmilega lækka fiskverð á innlendum mörkuðum og breskar útgerðir kæmu út í mínus þar sem þær hefðu ekki lengur óheftan aðgang að evrópskum mörkuðum. Aukningin myndi heldur ekki duga til að bjarga breskum fiskvinnslufyrirtækjum sem reiða sig að stórum hluta á erlendar útgerðir fyrir hráefni og eru því mjög háðar evrópska markaðnum. Þrátt fyrir að lægra verð fáist fyrir fiskinn á innlendum mörkuðum verða breskir neytendur sömuleiðis verr settir ef svo fer að miðunum verði lokað. Útgerðir í Hollandi, Írlandi og víðar stunda tæpan helming sinna veiða innan breskrar lögsögu og almennt myndi fiskverð því hækka á evrópskum mörkuðum. Það er slæmt fyrir breska neytendur því Bretar flytja inn tvöfalt meiri fisk en þeir flytja út og án fríverslunarsamnings verður sú vara dýrari. Niðurstaðan yrði því minni arðsemi fyrir útgerðina og hærra verð fyrir neytendur, ekki beint draumaniðurstaða. Ekki batnar útlitið þegar litið er til þess hvaða fisktegundir er verið að veiða við Bretlandsstrendur og hvar hann selst. Fyrrnefnd aukning aflans, um tíu til fimmtán prósent, væri fyrst og fremst í formi tegunda sem breskir neytendur hafa aldrei viljað sjá: síld, álar og lýsa. Eina ástæðan fyrir að það borgaði sig fyrir breska sjómenn að veiða þessar tegundir var að þær seldust vel á evrópumarkaði, án aðgangs að þeim markaði er lítill tilgangur með veiðunum. Bryce Beukers-Stewart, prófessor við háskólann í York og sérfræðingur í breskum fiskveiðum, segir greiningu hollensku fræðimannanna koma heim og saman við niðurstöður annarra rannsókna á þessu sviði. Í samtali við Guardian segir hann þetta sýna og sanna að afleiðingar einangrunarstefnu séu mun flóknari en margir hafi viljað af láta í umræðunni um Brexit. Hann efast nú um að bresk stjórnvöld reyni að loka miðunum fyrir erlendum veiðum eftir allt saman, þrátt fyrir loforð um annað í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Guardian ræðir þó einnig við talsmann sjómanna sem börðust fyrir úrsögn úr Evrópusambandinu og hann gefur lítið fyrir dómsdagsspár fræðimanna. Hann segir mikilvægustu staðreyndina vera að með því að loka miðunum fyrir evrópskum útgerðum eigi Bretar möguleika á að veiða meira en sex hundruð þúsund tonn af fiski sem annars yrði landað af erlendum skipum. Í því samhengi skipti litlu þó að verð afurðanna lækki tímabundið.
Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent