Viljaverk og mögulega hryðjuverk Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2018 06:51 Alek Minassian er 25 ára gamall. Skjáskot Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins. Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Talið er að hinn 25 ára Alek Minassian, sem grunaður eru um verknaðinn, hafi ekið á fólkið af ásettu ráði. Vitni lýsa því hvernig hann ók á ógnarhraða eftir gangstéttunum og virðist beygja sérstaklega í átt að gangandi vegfarendum, svo hann myndi örugglega hæfa sem flesta. Hvað vakti fyrir Minassian liggur þó ekki fyrir á þessari stundu. Þrátt fyrir að ódæðið hafi verið „hræðilegt“ að sögn þarlendra öryggissérfræðinga er ekki talið það sé til marks um yfirstandandi ógn við þjóðaröryggi Kanada. Rannsókn málsins sé þó ekki lokið og því sé ekkert fullkomlega útilokað á þessari stundu.Sjá einnig: Tíu látnir og fimmtán slasaðir í TorontoMinassian, sem sagður er vera frá bænum Richmond í nágrenni Toronto, hefur ekki áður komist í kast við lögin. Lögreglumenn hafa ekkert viljað gefa upp um hvort þá gruni að Minassian hafi haft einhver tengsl við hryðjuverkahópa erlendis. Sem fyrr segir sé rannsóknin skammt á veg komin og því kann ýmislegt að koma í ljós á næstu dögum og vikum.Hér má sjá brot úr umfjöllun kanadíska ríkissjónvarpsins um málið, þar sem meðal annars er rætt um Alek Minassian.Lögreglan kallar nú eftir vitnum að ódæðinu og segja talsmenn hennar að nú verði kannað hvort Minassian hafi átt sér vitorðsmenn. Kanadísku lögreglumönnunum hefur verið hrósað vestanhafs fyrir það hvernig þeir tóku á málinu. Þeir hafi til að mynda ákveðið að skjóta ekki á Minassian, þrátt fyrir að hann hafi sagst vera vopnaður. Þá fór Minassian jafnframt ítrekað fram á það við lögreglumennina að þeir myndu skjóta hann til bana. Kanadíski forsætisráðherrann Justin Trudeau segist harmi þrunginn eftir árásina, sem hann lýsir sem sorlegri og merkingarlausri. Hann vottar jafnframt eftirlifendum og íbúum Toronto-borgar samúð sína.Hér að neðan má sjá myndband Guardian af atburðarás gærkvöldsins.
Tengdar fréttir Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14 Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Bifreið ekið á hóp gangandi fólks í Toronto Sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Toronto nú á sjöunda tímanum. 23. apríl 2018 18:14
Níu látnir og sextán slasaðir í Toronto Minnst níu hafi látið lífið og sextán eru særðir eftir að sendiferðabíl var ekið á gangandi fólk í miðborg Toronto. 23. apríl 2018 21:14