Buðu kennurum eingreiðslu gegn „friðarskyldu“ fram yfir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2018 15:00 Grunnskólakennarar hafa verið samningslausir frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga bauð grunnskólakennurum 124.000 króna eingreiðslu gegn því að þeir gripu ekki til neinna aðgerða fyrr en eftir 30. júní, um mánuði eftir yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar. Formaður samninganefndar sambandsins segir tilboðið ekki tengt kosningunum. Því hafi verið ætlað að bæta mánaðalangt samningsleysi kennara og gefa nýrri samninganefnd þeirra tíma til að taka við. Tilboðið var lagt fram 9. apríl og var grunnskólakennurum greint frá því í tölvupósti fyrir viku. Í því fólst að ný viðræðuáætlun yrði gerð til 30. júní. Kennarar fengju eingreiðslu upp á 124.000 krónur sem yrði greidd 1. maí en á móti gengist félagið undir svonefnda friðarskyldu á gildistíma viðræðuáætlunarinnar, það er að segja að grípa ekki til neinna aðgerða til að knýja á um kröfur kennara á gildistímanum. Ný samninganefnd Félags grunnskólakennara á að taka við á aðalfundi félagsins 18. maí. Starfandi samninganefnd bar tilboðið undir þá nýju sem ákvað að hafna því. Kennarar hafa verið án samnings frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars og nú standa yfir valdaskipti í félaginu. Auk samninganefndarinnar tekur ný stjórn formlega við á aðalfundinum í næsta mánuði.Þorgerður Laufey tekur við sem formaður Félags grunnskólakennara 18. maí. Hún mun þá einnig leiða samninganefnd kennara.Kennarasamband ÍslandsTelur tímasetninguna ekki tilviljun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, verðandi formaður Félags grunnskólakennara og formaður nýrrar samninganefndar, segir að tilboð sveitarfélaganna hafi verið ígildi þeirrar 3% launahækkunar sem kennarar felldu í síðasta mánuði. Því hafi nýja samninganefndin ekki talið sig hafa umboð til að samþykkja tilboðið nú. Þá telur hún tímasetningu tilboðsins ekki tilviljun í ljósi sveitarstjórnarkosninga sem fara fram 26. maí. Sérkennilegt hafi verið að kveða á um friðarskyldu í því. „Þá er hægt að líta svo á að þetta samkomulag sem lá þarna á borðinu og var hafnað hafi verið ígildi framlengingar þessa samnings sem nú er í gildi,“ segir Þorgerður Laufey. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sumir úr stétt grunnskólakennara litið á tilboð sveitarfélaganna sem tilraun þeirra til að kaupa sér frið fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafnar því hins vegar. Tímasetningu valdaskiptanna í Félagi grunnskólakennara í miðjum kjaraviðræðum segir hún óþægilega fyrir bæði kennara og sveitarfélögin og að hún setji þær að vissu leyti í uppnám. „Þetta var gert til að brúa þetta bil. Bæði að bæta þetta samningslausa tímabil og líka að bíða eftir nýju fólki,“ segir hún. Markmið SÍS hafi fyrst og fremst verið að tryggja framgang viðræðna við kennara.Ólafur Loftsson er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánEkki skynsamlegur tími fyrir aðgerðir hvort sem er Ólafur Loftsson, fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara, segist ekki hafa upplifað tilboð sveitarfélaganna sem einhvers konar griðkaup. Samninganefnd sveitarfélaganna hafi frekar verið að gefa nýrri samninganefnd kennara tækifæri til þess að koma strax að viðræðum og svigrúm til að setja sig inn í þær.Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Samband íslenskra sveitarfélaga„Enda má öllum vera ljóst að það sé ekki skynsamlegur tími fyrir kennara að fara í harðar aðgerðir að vori eða sumri. Að því leytinu til hefði þetta getað verið skynsamleg ráðstöfun,“ segir Ólafur. Ný samninganefnd grunnskólakennara ætlar að funda með samninganefnd sveitarfélaganna á fimmtudag. Þorgerður Laufey segir að þá verði vonandi sett upp tímasett viðræðuáætlun sem ætti að leiða til nýs kjarasamnings sem verði svo borinn undir félagsmenn. Samningurinn sem kennarar felldu í mars fól meðal annars í sér launabreytingar, að horfið yrði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar yrði aukinn, tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður og að greitt yrði fyrir sértæk verkefni. Alls greiddu rúm 68% félagsmanna í Félagi grunnskólakennara atkvæði gegn samningnum. Kjaramál Tengdar fréttir Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30 Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15 Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga bauð grunnskólakennurum 124.000 króna eingreiðslu gegn því að þeir gripu ekki til neinna aðgerða fyrr en eftir 30. júní, um mánuði eftir yfirvofandi sveitarstjórnarkosningar. Formaður samninganefndar sambandsins segir tilboðið ekki tengt kosningunum. Því hafi verið ætlað að bæta mánaðalangt samningsleysi kennara og gefa nýrri samninganefnd þeirra tíma til að taka við. Tilboðið var lagt fram 9. apríl og var grunnskólakennurum greint frá því í tölvupósti fyrir viku. Í því fólst að ný viðræðuáætlun yrði gerð til 30. júní. Kennarar fengju eingreiðslu upp á 124.000 krónur sem yrði greidd 1. maí en á móti gengist félagið undir svonefnda friðarskyldu á gildistíma viðræðuáætlunarinnar, það er að segja að grípa ekki til neinna aðgerða til að knýja á um kröfur kennara á gildistímanum. Ný samninganefnd Félags grunnskólakennara á að taka við á aðalfundi félagsins 18. maí. Starfandi samninganefnd bar tilboðið undir þá nýju sem ákvað að hafna því. Kennarar hafa verið án samnings frá 1. desember. Þeir felldu samning í lok mars og nú standa yfir valdaskipti í félaginu. Auk samninganefndarinnar tekur ný stjórn formlega við á aðalfundinum í næsta mánuði.Þorgerður Laufey tekur við sem formaður Félags grunnskólakennara 18. maí. Hún mun þá einnig leiða samninganefnd kennara.Kennarasamband ÍslandsTelur tímasetninguna ekki tilviljun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, verðandi formaður Félags grunnskólakennara og formaður nýrrar samninganefndar, segir að tilboð sveitarfélaganna hafi verið ígildi þeirrar 3% launahækkunar sem kennarar felldu í síðasta mánuði. Því hafi nýja samninganefndin ekki talið sig hafa umboð til að samþykkja tilboðið nú. Þá telur hún tímasetningu tilboðsins ekki tilviljun í ljósi sveitarstjórnarkosninga sem fara fram 26. maí. Sérkennilegt hafi verið að kveða á um friðarskyldu í því. „Þá er hægt að líta svo á að þetta samkomulag sem lá þarna á borðinu og var hafnað hafi verið ígildi framlengingar þessa samnings sem nú er í gildi,“ segir Þorgerður Laufey. Samkvæmt heimildum Vísis hafa sumir úr stétt grunnskólakennara litið á tilboð sveitarfélaganna sem tilraun þeirra til að kaupa sér frið fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, hafnar því hins vegar. Tímasetningu valdaskiptanna í Félagi grunnskólakennara í miðjum kjaraviðræðum segir hún óþægilega fyrir bæði kennara og sveitarfélögin og að hún setji þær að vissu leyti í uppnám. „Þetta var gert til að brúa þetta bil. Bæði að bæta þetta samningslausa tímabil og líka að bíða eftir nýju fólki,“ segir hún. Markmið SÍS hafi fyrst og fremst verið að tryggja framgang viðræðna við kennara.Ólafur Loftsson er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara.Vísir/StefánEkki skynsamlegur tími fyrir aðgerðir hvort sem er Ólafur Loftsson, fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara, segist ekki hafa upplifað tilboð sveitarfélaganna sem einhvers konar griðkaup. Samninganefnd sveitarfélaganna hafi frekar verið að gefa nýrri samninganefnd kennara tækifæri til þess að koma strax að viðræðum og svigrúm til að setja sig inn í þær.Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Samband íslenskra sveitarfélaga„Enda má öllum vera ljóst að það sé ekki skynsamlegur tími fyrir kennara að fara í harðar aðgerðir að vori eða sumri. Að því leytinu til hefði þetta getað verið skynsamleg ráðstöfun,“ segir Ólafur. Ný samninganefnd grunnskólakennara ætlar að funda með samninganefnd sveitarfélaganna á fimmtudag. Þorgerður Laufey segir að þá verði vonandi sett upp tímasett viðræðuáætlun sem ætti að leiða til nýs kjarasamnings sem verði svo borinn undir félagsmenn. Samningurinn sem kennarar felldu í mars fól meðal annars í sér launabreytingar, að horfið yrði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar yrði aukinn, tími til annarra faglegra starfa yrði minnkaður og að greitt yrði fyrir sértæk verkefni. Alls greiddu rúm 68% félagsmanna í Félagi grunnskólakennara atkvæði gegn samningnum.
Kjaramál Tengdar fréttir Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30 Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50 Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15 Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Ólga á meðal grunnskólakennara Kjarasamningur felldur í gær. Ný samninganefnd tekur við eftir 57 daga. 22. mars 2018 19:30
Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent. 21. mars 2018 15:50
Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning grunnskólakennara hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins eru vonsviknir með þriggja prósenta hækkun. Væntingar til vinnuveitenda eftir fagra orðræðu undanfarið. 17. mars 2018 07:15
Kennarar skrifa undir samning Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga í gær. Samningurinn gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. 14. mars 2018 06:00