Tekst sjúkraliðafélagi Íslands það sem mér hefur ekki tekist? Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2018 09:00 Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar