„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. apríl 2018 20:02 Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur. Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Verði niðurstaða þeirrar úttektar á annan veg en úttekt ráðuneytisins á störfum Braga, segir ráðherra að það muni hafa áhrif á tilnefningu hans til Barnaréttarnefndar sameinuðu þjóðanna. Heildarúttekt verður gerð á barnaverndarmálum í haust. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram á ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna. Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og þingkona Pírata sótti hart að Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra í upphafi opins fundar nefndarinnar með ráðherra vegna málsins í morgun. En fyrir helgi hvatti hún ráðherra til að íhuga stöðu sína og sagði hann hafa sagt ósatt í ræðustól alþingis og haldið gögnum leyndum fyrir Velferðarnefnd. „Það var líka niðurstaða ráðuneytisins, eins og ég rakti hérna áðan…,“ sagði Ásmundur Einar á fundi Velferðarnefndar í morgun. Halldóra Mogensen, formaður nefndarinnar greip fram í fyrir Ásmundi og spurði; „En ég er að spyrja hvort þú teljir að þetta sé í lagi.“ „Ég get auðvitað ekki sett neina sleggjudóma aðra en þá sem búið er að fara fram skoðun á,“ sagði Ásmundur þá. Í niðurstöðu úttektar Velferðarráðuneytisins á störfum Braga, sem þáverandi félagsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson kallaði eftir, kom fram að ekki hafi þótt ástæða til áminningar eða brot í starfi.„Var niðurstaðan að beina þyrfti tilmælum til Braga?“ spurði Halldóra. „Það var ekki talin ástæða til áminningar eða það hafi verið brot í starfi,“ sagði Ásmundur. „En að beina tilmælum? Var það niðurstaðan? Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning. Var talað um að það þyrfti að beina tilmælum til Braga. Formaður Velferðarnefndar minnir á að greina satt og rétt frá. Var það niðurstaðan að það þyrfti að beina tilmælum til Braga,“ spurði Halldóra. „Ég er ekki með þessi gögn nákvæmlega fyrir framan mig,“ sagði Ásmundur. Formaður Velferðarnefndar var ekki sátt við svör ráðherra á fundinum. „Það var nú lítið af skýrum svörum. Það var meira talað í kringum hlutina sem að er kannski það sem má búast við á þessum vinnustað,“ sagði Halldóra Mogensen við fréttamann að loknum fundir með ráðherra í dag. Gögnin sem Halldóra segir að ráðherra hafi leynt nefndinni er minnisblað um störf Braga sem ekki var sagt frá eða afhent þegar fjallað var um málið í febrúar síðastliðnum. „Nú viðurkennir ráðherra að það minnisblað hafi verið til og sé til, en einhverja hluta vegna að þá mögulega vorum við ekki að biðja um þá á réttan hátt. Ég veit það ekki. Það er oft sem að hægt er að fela sig á bak við hluti eða forðast það að gefa upplýsingar ef það er ekki beðið um þá á nákvæmlega réttan hátt,“ sagði Halldóra.Hefur þú enn þá eftir fundinn út á embættisfærslur ráðherra að setja? „Já, ég hef það. Ég spyr hann hvort það hafi verið beint einhverjum tilmælum til Braga og ráðherra svona forðast að svara með því að segja að hann sé ekki með gögnin fyrir framan sig,“ sagði Halldóra. „Mér fannst þetta reyndar mjög góðar umræður í nefndinni og ég hef lagt áherslu á það í þessu máli að eiga gott samstarf við Velferðarnefnd,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra að loknum fundi.Hvað finnst þér um að vera vændur um að ljúga í ræðustól Alþingis og að hafa farið gögn fyrir Velferðarnefnd? „Ég veit að ég hef alltaf sagt satt og rétt frá fyrir Velferðarnefnd. Ég ætla ekki að gerast dómari í þessu máli,“ sagði Ásmundur.En hefur þú leynt gögnum? Velferðarnefnd er með öll sömu gögn og ráðuneytið hefur í þessu máli,“ sagði Ásmundur.
Tengdar fréttir Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Leggur ekki fram gögn nema á lokuðum fundi Bragi Guðbrandsson ætlar að meta framboð sitt til barnaréttanefndar SÞ út frá niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis, taki embættið mál hans til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason situr fyrir svörum velferðarnefndar um málið í dag. 30. apríl 2018 06:00
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52
Bragi mætir ekki á opinn fund Bragi Guðbrandsson, fráfarandi forstjóri Barnaverndarstofu, mun ekki mæta á opinn fund Velferðarnefndar með félagsmálaráðherra á morgun. 29. apríl 2018 19:32